Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað

Fréttamynd

Hinn grunaði ó­gæfu­maður sem í­búar höfðu á­hyggjur af

Tengsl hins grunaða við hjón á áttræðisaldri sem fundust látin í Neskaupstað á fimmtudag, voru hvorki mikil né djúp eftir því sem lögregla kemst næst þótt enn sé unnið að því að upplýsa um þann þátt málsins. Niðurstöður krufninga munu liggja fyrir fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn í Nes­kaup­stað stendur enn yfir og miðar vel

Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 30. ágúst

Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mikið fyrir lítið bæjar­fé­lag“

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mikla sorg í samfélaginu í Norðfirði vegna þeirra voveiflegu atburða sem borið hafa að í Neskaupstað síðastliðna viku. Í gær var minningarstund haldin í Norðfjarðarkirkju helguð minningu manns á fertugsaldri sem lést af slysförum á veiðum á þriðjudaginn í skugga þess að hjón fundust látin og maður í Reykjavík handtekinn í tengslum við málið. Talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjöl­skyldu­böndum

Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. 

Innlent