Bandaríkin

Fréttamynd

Mynda­syrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles

Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið.

Erlent
Fréttamynd

Spjallaði við hæsta­réttar­dómara rétt fyrir á­frýjun

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Beint streymi: Er Græn­land til sölu?

Málþingið „Er Grænland til sölu?“ sem er á vegum Norræna hússins og Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands fer fram í Norræna húsinu frá 12 til 13 í dag. Rætt verður um sjálfstæði Grænlands, áhuga Bandaríkja á landinu og öryggi á norðurslóðum.

Innlent
Fréttamynd

Harm­leikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp

Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu.

Lífið
Fréttamynd

Eldar brenna stjórn­laust um alla Los Angeles

Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa.

Erlent
Fréttamynd

Lík­lega búi meira að baki hug­myndum Trumps

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­lausum eldum fjölgar í LA

Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið.

Erlent
Fréttamynd

Af hverju langar Trump í Græn­land?

Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum.

Erlent
Fréttamynd

Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að hitta kónginn í dag

Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið.

Erlent
Fréttamynd

Peter úr Peter, Paul and Mary látinn

Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár.

Lífið
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að beita her­valdi til að ná Græn­landi

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths

Lögmenn Donalds Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hafa farið fram á að Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði meinað að birta skýrslu um rannsókn hans á Trump. Krefjast þeir þess að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, reki Smith og birti ekki skýrslu um skjalamálið svokallaða opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu

Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi.

Erlent
Fréttamynd

Enn segjast menn von­góðir um vopna­hlé á Gasa

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær nokkuð vongóður um að vopnahléssamkomulag myndi nást á milli Ísraelsmanna og Hamas, ef ekki á næstu tveimur vikum þá fljótlega eftir það.

Erlent
Fréttamynd

Byrjuðu strax að endur­skrifa sögu á­rásarinnar

Bandarískir þingmenn munu í dag staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna í nóvember, sem Donald Trump vann. Það gera þeir í skugga atburða þegar þetta stóð síðast til þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir staðfestinguna.

Erlent