Suðvesturkjördæmi

Fréttamynd

Bryndís segist elska hunda

Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður skrifaði pistil sem birtist í gær þar sem hann gagnrýndi það harkalega að Bryndís Haraldsdóttir hafi á sínum tíma verið færð upp fyrir hann á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur segir Bryndísi hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík

Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum. Hann skrifar einskonar kveðjupistil sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hann fer hörðum orðum um það hversu grátt hann var leikinn af uppstillingarnefnd og forystu flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert at­huga­vert við talningu í Suð­vestur­kjör­dæmi

Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta voru góðir níu tímar“

Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust.

Innlent
Fréttamynd

Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn

Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“

Sig­mar Guð­munds­son, sem situr í öðru sæti Við­reisnar í Suð­vestur­kjör­dæmi, er einn þeirra jöfnunar­manna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunar­sæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjör­dæminu en hvort hann komist inn sem kjör­dæma­kjörinn þing­maður mun ráðast þegar loka­tölur úr Suð­vestur­kjör­dæmi verða birtar, lík­lega á næsta klukku­tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kjósum eins og fram­tíðin - fyrir fram­tíðina

Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru brotnar niður eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost.

Skoðun
Fréttamynd

Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum

Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Valið er skýrt

Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningar 2021: Tölur úr Suð­vestur­kjör­dæmi

Hér verða birtar tölur úr Suðvesturkjördæmi um leið og þær berast. Einnig verður hægt að fylgjast með hverjir eru inni og úti af þingi hverju sinni, hvaða jöfnunarþingmenn eru inni og næstu mönnum inn á gagnvirka kortinu hér fyrir neðan.

Innlent
Fréttamynd

Við erum Byltingin!

Sósíalistaflokkur Íslands hefur starfað í á fimmta ár á Íslandi með stöðugu og frjóu málefnastarfi grasrótarinnar sem hefur í gegnum félagsmenn sína smíðað stefnur í um 20 málaflokkum og lagt fram um 15 tilboð til kjósenda, haldið óteljandi málstofur opnar öllum.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa.

Skoðun
Fréttamynd

Kerfin sem segja „nei“

Eitt það skemmtilegasta við að vera í framboði er að fá að tala við fólk. Nær allir sem ég hitti segja mér sögur af því hvernig kerfið segir „nei“ og hversu erfitt það er að fá nokkurn innan stjórnkerfisins til þess að hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland, ESB og evran

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel.

Skoðun
Fréttamynd

Sala Ís­lands, full­veldið, EES-samningurinn og bókun 35

Það er vel þekkt í þriðja heiminum að önnur ríki, stórfyrirtæki og jafnvel einstaklingar nái tökum á stjórn vanþróaðra ríkja. Til að koma í veg fyrir þetta hafa lönd og ríkjasambönd leitast við að tryggja samstöðu og sama á við um hernaðarbandalög.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall eftir einka­rekstri?

Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjár spurningar um fram­tíðina

Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir at­vinnu­lífið, fyrir fólkið

Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni.

Skoðun
Fréttamynd

Einn flokkur hlustar best á eldri borgara

Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði.

Skoðun
Fréttamynd

Opnum faðminn

Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Skoðun
Fréttamynd

Ruglingsleg umræða um ESB

Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið!

Skoðun
Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­bylting – níu að­gerðir

Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með ungu fólki

Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning.

Skoðun