Video kassi sport íþróttir

Svona fór Celtic að því að vinna Barcelona | Myndband
Celtic vann einn sinn fræknasta sigur í sögu félagsins í kvöld. Þá kom stórlið Barcelona í heimsókn á Celtic Park.

Meistaramörkin: Allt um Real Madrid - Dortmund
Real Madrid og Dortmund skildu jöfn, 2-2, í æsispennandi leik í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Þorsteinn Joð og gestir hans fóru vel og vandlega yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 Sport í gær.

Stuðningsmenn Liverpool fengu óvænta sturtu
Það var augljóslega ekki galin hugmynd að mæta í regngalla á leik Liverpool og Newcastle á Anfield í gær. Hluti áhorfenda fékk nefnilega að blotna heilmikið.

Við endamarkið: Kimi Raikkönen hafði sigur í Abu Dhabi
Halldóra Matthíasdóttir og Rúnar Jónsson fóru yfir frábæran sigur Kimi Raikkönen í Abu Dhabi kappakstrinum. Fernando Alonso náði öðru sæti og minnkaði forystu Sebastian Vettel á toppnum í tíu stig.

Fótalausi strákurinn frá Brasilíu hitti Messi
Hinn 11 ára gamli Gabriel er ekki með neina rist eða tær en hann spilar samt fótbolta. Hann er nú búinn að spila fótbolta við besta knattspyrnumann heims, Lionel Messi.

Meistaradeildin: Hvað sögðu sérfræðingarnir um Dortmund?
Þýsku meistarnir í Dortmund eru til alls líklegir í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 sigur á Real Madrid í Þýskalandi í gærkvöld. Marcel Schmelzer skoraði sigurmark þýska liðsins, 26 mínútum fyrir leikslok. Þorsteinn J fór yfir gang mála í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld þar sem að sérfræðingarnir Hjörtur Hjartarson og Reynir Leósson fóru yfir það sem hæst bar í leik Borussia Dortmund og Real Madrid.

Fagnaði marki með því að fá sér pylsubita | myndband
Billy Sharp, leikmaður Nott. Forest, fagnaði marki gegn Blackpool á afar frumlegan og skemmtilegan hátt.

Kvennalandsliðið berst gegn einelti
Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu kvenna koma hér saman í nýju myndbandi sem tileinkað er baráttunni gegn einelti.

Heimir: Ferguson var hugrakkur og breytti rétt
Manchester United lenti í kröppum dansi í gærkvöld þegar liðið lenti 2-0 undir gegn Braga frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu. Enska liðið snéri taflinu sér í hag og landaði 3-2 sigri á Old Trafford í Manchester. Þorsteinn J. fór yfir alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar þáttarins. Heimir hrósaði Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United fyrir það hugrekki að viðurkenna að það sem hann hafði lagt upp með fyrir leikinn var ekki að virka.

Meistaradeildin: Stórkostleg tilþrif hjá Joe Hart
Joe Hart, markvörður enska meistaraliðsins Manchester City, fór á kostum þegar lið hans mætti þýska meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í byrjun þessa mánaðar. Markvörðurinn og félagar hans í Man City eru með bakið upp við vegg í D-riðlinum en liðið mætir hollenska meistaraliðinu Ajax í kvöld. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá tilþrifin hjá Hart í leiknum gegn Dortmund og viðtal við Hart sem er markvörður enska landsliðsins.

Margrét Lára og félagar í Baywatch-myndbandi
Leikmenn Íslendingaliðsins Kristianstad í Svíþjóð gerðu þetta skemmtilega myndband í anda gömlu Baywatch-sjónvarpsþáttanna. Þar koma meðal annarra fyrir Margrét Lára Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir.

Hver átti flottasta mark helgarinnar í enska boltanum?
Enska úrvalsdeildin hefur gert upp leiki helgarinnar og það má finna sviðmyndir frá öllum leikjunum sem og allskyns samantektarpakka inn á Sjónvarpsvef Vísis. Þar á meðal er myndband með fimm flottustu mörk helgarinnar.

Bardagi Gunnars gegn Johnson í heild sinni á Vísi
Gunnar Nelson hóf innreið sína í UFC um helgina svo eftir var tekið í heimi bardagaíþrótta um allan heim. Gunnar vann yfirburðasigur á Bandaríkjamanninum DaMarques Johnson og hlaut mikið lof fyrir frammistöðuna. Hér má sjá bardagann í heild sinni en hann var sýndur á Stöð 2 sport í beinni útsendingu.