

Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar.
Fyrirliðinn efast ekki um dugnað og vinnusemi strákanna í landsliðinu.
Möguleikar íslenska landsliðsins á keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum stórminnkuðu í gær.
Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi.
Alsír, neðsta liðið í riðli Ísland á HM í Katar, endaði í 24. og síðasta sætinu á HM í handbolta í ár en liðið tapaði fyrir Síle í leiknum um 23. sætið.
Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar.
Tékkinn Ondrej Zdráhala átti líklega meiri þátt í örlögum íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar en margur annar leikmaður móherja Íslands á heimsmeistaramótinu.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær.
Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar.
Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta.
Alþjóðahandboltasambandið hefur nú gefið út lokastöðu liðanna átta sem duttu út úr sextán liða úrslitum á HM í handbolta í Katar.
Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær.
Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha.
"Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi.
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist vera stoltur af sínum mönnum fyrir frammistöðuna á HM í handbolta, þó svo að niðurstaðan hafi ekki verið eftir óskum manna.
Guðjón Guðmundsson og Kristján Arason krufu leik íslenska liðsins í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport.
Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk úr ellefu skotum gegn Dönum og var sá eini í liðinu sem lék allan leikinn. Var það áfall að komast ekki lengra í keppninni en í 16 liða úrslit?
Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, segir að það hafi verið himinn og haf á milli íslenska og danska landsliðsins í kvöld.
Aron Kristjánsson segir að sigur Dana á Íslendingum hafi verið sanngjarn. Hann vill ekki svara því hvort hann myndi velja sömu leikmenn ef hann stæði frammi fyrir því að velja liðið núna.
Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari.
Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað.
Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn.
Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar.
Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir.
Sverre Jakobsson lék í tæpar 18 mínútur í vörninni gegn Dönum í kvöld. Hann reiknar með því að þetta hafi verið síðasti landsleikur hans en segist þó vera til taks í umspilsleikina í Evrópukeppninni verði kallað á hann.
Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum.
Arnór Atlason var fúll út í sjálfan sig eftir tapið gegn Dönum og einnig fúll með að vera á leið heim.
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM.
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson fann sig ekki frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins gegn Dönum í kvöld.
Frakkar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en Frakkar unnu þrettán marka sigur á Argentínu, 33-20, í sextán liða úrslitunum í kvöld.