Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2016 22:21 Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu við Sólheimajökul í dag. Samsett/Haraldur Guðjónsson/Sigurður Bjarki Ólafsson Rússneskur ferðamaður var hætt kominn við Sólheimajökul fyrr í dag er hann féll í gegnum þunnan ís ofan í jökulkalt vatn. Íslenskir leiðsögumenn komu honum til bjargar og varð honum ekki meint af. Skömmu áður höfðu leiðsögumenn rekið hann og samferðakonu hans af jöklinum en þar voru þau ein á ferð. Leiðsögumaðurinn Ævar Ómarsson og samstarfsmaður hans voru að koma niður af Sólheimajökli með hóp ferðamanna þegar þeir urðu skyndilega varir við konu sem kallar til þeirra en hún stóð við op á jökulsprungu við framanverðan jökulinn.Sjá einnig: Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“„Við hlaupum bara til og þegar við komum inn í sprunguna sjáum við mann á bólakafi sem var að reyna að klifra aftur upp á ísinn, segir Ævar.“ Segir hann ljóst að maðurinn hafi hætt sér of langt inn til þess að taka mynd með þeim afleiðingum að hann féll ofan í vatnið í gegnum þunnan ís.Sprungan sem um ræðir. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Sigurður Bjarki Ólafsson„Við hættum okkur ekki út á ísinn til þess að bjarga honum. Samstarfsmaður minn fer aðeins nær honum og maðurinn nær þá að krafsa sig upp á ísinn og nógu langt svo að hægt væri að grípa í hann og ná í hann,“ segir Ævar.Voru ein á ferð uppi á jöklinum Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mikið í umræðunni eftir að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru í vikunni og hefur Sveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, kallað eftir því að öryggismál á vinsælum ferðamannastöðum verði tekin til endurskoðunar. Sjá einnig: Áhættugreining í bígerð eftir banaslysÆvar verður mikið var við að ferðamenn séu einir á ferð á Sólheimajökli og skömmu áður en að maðurinn féll ofan í ísinn höfðu hann og konan verið uppi á jöklinum sjálfum. Var þeim bent á það af leiðsögumönnum að afar hættulegt væri að vera ein á ferð uppi á jöklinum án leiðsagnar og rétts útbúnaðar. Segir Ævar að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn verið einn á ferð enda vatnið sem hann féll í ískalt. „Hefði þessi kona ekki verið með honum hefði enginn séð hann. Hann var inn í sprungunni og það er ekkert hljóðbært út úr svona sprungum, segir Ævar. „Hann hefði bara legið þarna og það er spurning hvort að hann hefði getað komið sér sjálfur upp úr vatninu?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Rússneskur ferðamaður var hætt kominn við Sólheimajökul fyrr í dag er hann féll í gegnum þunnan ís ofan í jökulkalt vatn. Íslenskir leiðsögumenn komu honum til bjargar og varð honum ekki meint af. Skömmu áður höfðu leiðsögumenn rekið hann og samferðakonu hans af jöklinum en þar voru þau ein á ferð. Leiðsögumaðurinn Ævar Ómarsson og samstarfsmaður hans voru að koma niður af Sólheimajökli með hóp ferðamanna þegar þeir urðu skyndilega varir við konu sem kallar til þeirra en hún stóð við op á jökulsprungu við framanverðan jökulinn.Sjá einnig: Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“„Við hlaupum bara til og þegar við komum inn í sprunguna sjáum við mann á bólakafi sem var að reyna að klifra aftur upp á ísinn, segir Ævar.“ Segir hann ljóst að maðurinn hafi hætt sér of langt inn til þess að taka mynd með þeim afleiðingum að hann féll ofan í vatnið í gegnum þunnan ís.Sprungan sem um ræðir. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Sigurður Bjarki Ólafsson„Við hættum okkur ekki út á ísinn til þess að bjarga honum. Samstarfsmaður minn fer aðeins nær honum og maðurinn nær þá að krafsa sig upp á ísinn og nógu langt svo að hægt væri að grípa í hann og ná í hann,“ segir Ævar.Voru ein á ferð uppi á jöklinum Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mikið í umræðunni eftir að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru í vikunni og hefur Sveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, kallað eftir því að öryggismál á vinsælum ferðamannastöðum verði tekin til endurskoðunar. Sjá einnig: Áhættugreining í bígerð eftir banaslysÆvar verður mikið var við að ferðamenn séu einir á ferð á Sólheimajökli og skömmu áður en að maðurinn féll ofan í ísinn höfðu hann og konan verið uppi á jöklinum sjálfum. Var þeim bent á það af leiðsögumönnum að afar hættulegt væri að vera ein á ferð uppi á jöklinum án leiðsagnar og rétts útbúnaðar. Segir Ævar að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn verið einn á ferð enda vatnið sem hann féll í ískalt. „Hefði þessi kona ekki verið með honum hefði enginn séð hann. Hann var inn í sprungunni og það er ekkert hljóðbært út úr svona sprungum, segir Ævar. „Hann hefði bara legið þarna og það er spurning hvort að hann hefði getað komið sér sjálfur upp úr vatninu?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent