Málmhlutum komið fyrir í einni sprengjunni

Lögregla leitaði á heimili tveggja manna í dag og handtók annan þeirra í kjölfarið.
Alls voru þrjár sprengjur sprengdar og segja yfirvöld í Þýskalandi að mildi þyki að ekki hafi verr farið. Sprengjubrot hafi meðal annars fundist fast í höfuðpúða á sæti í rútunni.
Spænski landsliðsmaðurinn Marc Bartra var sá eini sem hlaut meiðsli og er líklegt að hann verði frá út tímabilið. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk en miðað við bréf sem fundust nærri vettvangi er talið líklegt að árásarmaðurinn eða mennirnir hafi tengsl við íslamska öfgahópa.
Í bréfunum var meðal annars farið fram á yfirvöld í Þýskalandi myndu draga til baka stuðning sinn við hernaðargerðir Bandaríkjanna og bandamanna í Sýrlandi sem miðast að ISIS.
Tengdar fréttir

Sprengjuárásin í Dortmund: Telja að knattspyrnuliðið hafi verið skotmarkið
Þýska lögreglan telur að sprengjurnar þrjár sem sprungu við rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í kvöld hafi verið beint að liðinu sjálfu, það hafi verið skotmarkið.

Kennslustund í hvernig stuðningsfólk á að koma fram
Giorgio Marchetti, mótastjóri UEFA, segir að það að UEFA kunni mikið að meta það hvernig stuðningsmenn Borussia Dortmund og Mónakó brugðust vel í erfiðum aðstæðum í Dortmund í gær.

Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar
Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins.

Bartra gæti misst af restinni af tímabilinu vegna sprengjunnar
Marc Bartra, miðvörður Borussia Dortmund, missir af fyrri leik liðsins gegn Monaco í átta liða úrslitum vegna meiðsla sem hann hlaut í gær. Hann gæti misst af restinni af tímabilinu.

Rannsaka tengsl öfgamannna við sprengjuárásina í Dortmund
Lögregluyfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú möguleg tengsl íslamskra öfgamanna við sprengjuárásina á liðsrútu þýska knattspyrnuliðsinn Borussia Dortmund í gær.