
Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur
„Ég elska pressu. Ef ég er að fara eitthvað þarf ég endilega að fá nýja flík og þá sit ég stanslaust við saumavélina. Þá er enginn nótt og enginn dagur,“ segir jógakennarinn og lífskúnstnerinn Ragnhildur Eiríksdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni en hver einasta flík í fataskáp hennar er að einhverju leyti einstök. Ragnhildur er viðmælandi í Tískutali.