Innlent Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Forseti Finnlands telur að Norðurlöndin ættu að leggja áherslu á góð samskipti við Bandaríkin til þess að tryggja að þau fari ekki í „ranga átt“. Hann sagðist ekki trúaður á að Bandaríkin segðu skilið við NATO þegar íslenskur þingmaður spurði hann út í framtíð vestræna varnarsamstarfsins. Innlent 8.4.2025 10:53 Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Innlent 8.4.2025 10:34 ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Íþróttafélag Reykjavíkur breytti flettiskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti í ljósaskilti án leyfis borgarinnar. Félaginu hefur nú verið skipað að slökkva á skiltinu en það má breyta því í gamaldags flettiskilti. Innlent 8.4.2025 10:33 Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir bændur ánægða með stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í gær. Bændasamtökin kalli þó eftir því að stjórnvöld myndi ramma til framtíðar um það hvernig sé hægt að mæta uppskerutjóni og afurðatapi. Innlent 8.4.2025 08:56 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. Innlent 8.4.2025 06:59 Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. Innlent 8.4.2025 06:49 Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Steinn, eitt helsta kennileiti Esjunnar, hvolfdi um helgina og hefur skriðið tvo metra frá þeim stað sem hann var á. Það hryggi ýmsa tíða Esjufara að sjá. Innlent 7.4.2025 22:45 Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Kvikugangurinn stóri, sem myndaðist í eldsumbrotunum við Grindavík í síðustu viku, minnir óþyrmilega á þá ógn sem Reykjavíkursvæðinu gæti stafað af Reykjaneseldum. Nýlegt dæmi sýnir að kvikugangar geta brotist upp með eldgosi tugi kílómetra frá megineldstöðinni. Innlent 7.4.2025 22:11 Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Innlent 7.4.2025 20:32 Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Innlent 7.4.2025 19:37 Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Innlent 7.4.2025 18:05 Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Hlutabréf hríðféllu við opnun markaða og greinendur lýsa deginum sem blóðbaði. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjaforseta um efnahagslegt ofbeldi. Við förum yfir rauðan dag á mörkuðum og efnahagslega óvissu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess að ræða við hagfræðinginn Konráð S. Guðjónsson í beinni. Innlent 7.4.2025 18:03 Forsetahjónin á leið til Noregs Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. Innlent 7.4.2025 17:41 Lýsa eftir Svövu Lydiu Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Svövu Lydiu Sigmundsdóttur. Síðast er vitað af ferðum hennar á Torrevieja svæðinu á Spáni föstudaginn 4. apríl. Innlent 7.4.2025 17:31 Kristrún ein í framboði til formanns Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra gefur ein kost á sér til embættis formanns flokksins. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Innlent 7.4.2025 17:24 Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Bæjarstjóri Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi vilja að forsætisnefnd bæjarins taki hvor aðra fyrir vegna mögulegra brota á siðareglum kjörinna fulltrúa, annars vegar um alvarlegt brot á trúnaði og hins vegar að ekki segja satt og rétt frá. Innlent 7.4.2025 16:53 „Það eru ekki skattahækkanir“ Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings. Innlent 7.4.2025 16:09 Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Umferðarteppa myndaðist á Vesturlandsvegi eftir að Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls. Göngin hafa nú verið opnuð aftur. Innlent 7.4.2025 15:05 Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Innlent 7.4.2025 14:29 Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Reykjavíkurborg að fresta breytingu á endamarki Reykjavíkurmaraþons frá Lækjargötu yfir á Geirsgötu þar til í ágúst á næsta ári. Innlent 7.4.2025 14:06 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Rökræður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Hallgríms Helgasonar, rithöfundar, um hugtakið „woke“ hafa ýtt af stað mikilli umræðu um hugtakið, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Ekki sér fyrir endann á skoðanaskiptum Sólveigar og Hallgríms. Innlent 7.4.2025 14:02 Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata, fór í ótímabundið veikindaleyfi frá störfum í borgarstjórn um mánaðamótin. Hann hefur setið í borgarstjórn frá síðustu kosningum árið 2022. Innlent 7.4.2025 13:46 Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. Innlent 7.4.2025 13:02 Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Kópavogsbær var sýknaður af kröfu stuðningsfulltrúa í grunnskóla um skaðabótaskyldu vegna ofbeldis sem hann varð fyrir af hálfu nemanda í 4. bekk. Stuðningsfulltrúinn sagði að starfsgeta sín hefði verið skert eftir uppákomuna. Innlent 7.4.2025 12:27 Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sóttvarnalæknir hvetur óbólusetta til að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas-ríkis í Bandaríkjunum þar sem mislingafaraldur gengur yfir um þessar mundir. Góð bólusetningarstaða sé besta vörnin gegn sjúkdómnum. Innlent 7.4.2025 12:12 „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, er látinn, níræður að aldri. Formaður Skáksambands Íslands segir Friðrik hafa verið áhrifamesta skákmann Íslandssögunnar. Innlent 7.4.2025 11:42 Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Í hádegisfréttum förum við yfir stöðuna á mörkuðum en lækkanirnar frá síðustu viku eru síst í rénun en fjárfestar óttast afleiðingar tollastríðs í heiminum. Innlent 7.4.2025 11:35 Dæla tölvupóstum á ráðherra Alls hafa 4.470 manns frá 63 löndum sent ráðherrunum Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfisráðherra, 8.940 tölvupósta með hvatningu um að vernda náttúru og lífríki Íslands fyrir skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi í opnum netapokum óhjákvæmilega veldur. Innlent 7.4.2025 10:54 Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. Innlent 7.4.2025 10:46 Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. Innlent 7.4.2025 09:07 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Forseti Finnlands telur að Norðurlöndin ættu að leggja áherslu á góð samskipti við Bandaríkin til þess að tryggja að þau fari ekki í „ranga átt“. Hann sagðist ekki trúaður á að Bandaríkin segðu skilið við NATO þegar íslenskur þingmaður spurði hann út í framtíð vestræna varnarsamstarfsins. Innlent 8.4.2025 10:53
Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Innlent 8.4.2025 10:34
ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Íþróttafélag Reykjavíkur breytti flettiskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti í ljósaskilti án leyfis borgarinnar. Félaginu hefur nú verið skipað að slökkva á skiltinu en það má breyta því í gamaldags flettiskilti. Innlent 8.4.2025 10:33
Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir bændur ánægða með stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í gær. Bændasamtökin kalli þó eftir því að stjórnvöld myndi ramma til framtíðar um það hvernig sé hægt að mæta uppskerutjóni og afurðatapi. Innlent 8.4.2025 08:56
Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. Innlent 8.4.2025 06:59
Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. Innlent 8.4.2025 06:49
Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Steinn, eitt helsta kennileiti Esjunnar, hvolfdi um helgina og hefur skriðið tvo metra frá þeim stað sem hann var á. Það hryggi ýmsa tíða Esjufara að sjá. Innlent 7.4.2025 22:45
Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Kvikugangurinn stóri, sem myndaðist í eldsumbrotunum við Grindavík í síðustu viku, minnir óþyrmilega á þá ógn sem Reykjavíkursvæðinu gæti stafað af Reykjaneseldum. Nýlegt dæmi sýnir að kvikugangar geta brotist upp með eldgosi tugi kílómetra frá megineldstöðinni. Innlent 7.4.2025 22:11
Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Innlent 7.4.2025 20:32
Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Innlent 7.4.2025 19:37
Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Innlent 7.4.2025 18:05
Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Hlutabréf hríðféllu við opnun markaða og greinendur lýsa deginum sem blóðbaði. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjaforseta um efnahagslegt ofbeldi. Við förum yfir rauðan dag á mörkuðum og efnahagslega óvissu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess að ræða við hagfræðinginn Konráð S. Guðjónsson í beinni. Innlent 7.4.2025 18:03
Forsetahjónin á leið til Noregs Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. Innlent 7.4.2025 17:41
Lýsa eftir Svövu Lydiu Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Svövu Lydiu Sigmundsdóttur. Síðast er vitað af ferðum hennar á Torrevieja svæðinu á Spáni föstudaginn 4. apríl. Innlent 7.4.2025 17:31
Kristrún ein í framboði til formanns Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra gefur ein kost á sér til embættis formanns flokksins. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Innlent 7.4.2025 17:24
Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Bæjarstjóri Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi vilja að forsætisnefnd bæjarins taki hvor aðra fyrir vegna mögulegra brota á siðareglum kjörinna fulltrúa, annars vegar um alvarlegt brot á trúnaði og hins vegar að ekki segja satt og rétt frá. Innlent 7.4.2025 16:53
„Það eru ekki skattahækkanir“ Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings. Innlent 7.4.2025 16:09
Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Umferðarteppa myndaðist á Vesturlandsvegi eftir að Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls. Göngin hafa nú verið opnuð aftur. Innlent 7.4.2025 15:05
Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Innlent 7.4.2025 14:29
Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Reykjavíkurborg að fresta breytingu á endamarki Reykjavíkurmaraþons frá Lækjargötu yfir á Geirsgötu þar til í ágúst á næsta ári. Innlent 7.4.2025 14:06
Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Rökræður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Hallgríms Helgasonar, rithöfundar, um hugtakið „woke“ hafa ýtt af stað mikilli umræðu um hugtakið, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Ekki sér fyrir endann á skoðanaskiptum Sólveigar og Hallgríms. Innlent 7.4.2025 14:02
Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata, fór í ótímabundið veikindaleyfi frá störfum í borgarstjórn um mánaðamótin. Hann hefur setið í borgarstjórn frá síðustu kosningum árið 2022. Innlent 7.4.2025 13:46
Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. Innlent 7.4.2025 13:02
Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Kópavogsbær var sýknaður af kröfu stuðningsfulltrúa í grunnskóla um skaðabótaskyldu vegna ofbeldis sem hann varð fyrir af hálfu nemanda í 4. bekk. Stuðningsfulltrúinn sagði að starfsgeta sín hefði verið skert eftir uppákomuna. Innlent 7.4.2025 12:27
Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sóttvarnalæknir hvetur óbólusetta til að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas-ríkis í Bandaríkjunum þar sem mislingafaraldur gengur yfir um þessar mundir. Góð bólusetningarstaða sé besta vörnin gegn sjúkdómnum. Innlent 7.4.2025 12:12
„Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, er látinn, níræður að aldri. Formaður Skáksambands Íslands segir Friðrik hafa verið áhrifamesta skákmann Íslandssögunnar. Innlent 7.4.2025 11:42
Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Í hádegisfréttum förum við yfir stöðuna á mörkuðum en lækkanirnar frá síðustu viku eru síst í rénun en fjárfestar óttast afleiðingar tollastríðs í heiminum. Innlent 7.4.2025 11:35
Dæla tölvupóstum á ráðherra Alls hafa 4.470 manns frá 63 löndum sent ráðherrunum Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfisráðherra, 8.940 tölvupósta með hvatningu um að vernda náttúru og lífríki Íslands fyrir skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi í opnum netapokum óhjákvæmilega veldur. Innlent 7.4.2025 10:54
Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. Innlent 7.4.2025 10:46
Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. Innlent 7.4.2025 09:07