Leikjavísir

Manello tekur yfir GameTíví
Tölvuleikjaspilarinn Manello_ mun taka yfir Twitch-rás GameTívi í kvöld. Hann ætlar að spila fótboltaleikinn Fifa.

Wakeuplaid tekur yfir GameTíví
Ingólfur Valur, eða Wakeuplaid, mun taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann ætlar að spila hryllingsleiki með Spyro, hundinum sínum.

Marín og Móna berjast fyrir lífinu
Marín í Gameverunni fær til sín góðan gest í kvöld til að spila erfiða og taugastrekkjandi leiki. Sá gestur er hún Móna úr Queens.

Skógarferð hjá Babe Patrol
Stelpurnar í Babe Patrol ætla að fara í taugastrekkandi skógarferð í kvöld. Þær munu spila leikinn The Forest sem snýst um að lifa af á dularfullri eyju sem í fyrstu virðist óbyggð.

Gera nýja Witcher og Cyberpunk leiki
Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CD Projekt Red tilkynntu í gær fjölmörg verkefni sem eru í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þrjú þeirra snúa að söguheimi Witcher og þar á meðal nýr þríleikur. Þá þróun framhalds Cyberpunk 2077 einnig tilkynnt og framleiðsla nýs leiks í nýjum söguheimi.

Spila Fall Guys með áhorfendum
Stelpurnar í Queens ætla að verja kvöldinu með áhorfendum sínum. Partíleikurinn Fall Guys verður spilaður grimmt, þar sem einungis einn mun standa uppi sem sigurvegari.

Kíkja á nýjasta FIFA-leikinn
Eins og áður verður mikið um að vera hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir ætla þó að byrja á því að reima á sig takkaskóna og kíkja á FIFA 23, nýjasta leikinn í seríunni vinsælu.

Einn þekktasti tölvuleikjaspilari heims sýndi loks andlit sitt
Tölvuleikjaspilarinn Dream er best þekktur fyrir Minecraft-myndbönd sín á YouTube en hann er af mörgum talinn einn sá besti í leiknum í heiminum. Hann hafði aldrei sýnt andlit sitt þar til í gær.

Sandkassinn spilar Apex
Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í kvöld og spila leikinn Apex. Það er hraður Battle Royale leikur sem hefur notið mikilla vinsælda.

Leikjarinn tekur yfir GameTíví
Leikjarinn, sem gjarnan er kallaður konungur retró leikja, mun taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann ætlar að fara með okkur aftur í tímann og spila leikinn Shredder's Revenge.

Icenosi tekur yfir GameTíví
Noel Elías Chareyre ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld og spila PUBG með félögum sínum. Hann gengur undir nafninu Icenosi á Twitch og á Youtube.

Strákakvöld hjá Gameverunni
Það er strákakvöld hjá Gameverunni í kvöld. Óðinn eða „Odinzki“ mætir í streymið í kvöld og ætlar hann meðal annars að „mansplaina“ fyrir chattinu.

BjoggiGamer tekur yfir GameTíví
Hinn fimmtán ára gamli BjoggiGamer tekur fyrir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann er með eigin YouTube-rás og er duglegur við að spila Minecraft og Roblox.

Ný drottning bætist í hópinn
Ný drottning gengur til liðs við Queens í kvöld. Það er Rósa, „Queen of the Goons“ og af því tilefni munu stelpurnar spila Counter-Strike og þyrla upp rykinu í Dust.

Heimsstyrjöld hjá GameTíví
Það verður seinni heimsstyrjaldarþema hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Af því tilefni ætla þeir að spila þrjá leiki sem fjalla um þá tíma.

Alþjóðleg yfirtaka hjá GameTíví
Alþjóðlegi hópurinn CM!OB mun taka yfir Twitch-síðu GameTíví í kvöld. Hópurinn er samansettur af spilurum frá sem búa víðsvegar um heiminn eða á Íslandi, Sviss, Svíþjóð og í Bandaríkjunum.

Ted Lasso mætir í FIFA 23
FIFA áhugamenn munu sjá knattspyrnustjórann Ted Lasso úr samnefndum þáttum á vegum streymisveitu Apple, Apple+ í tölvuleiknum FIFA23.

Gestagangur og Valorant hjá Gameverunni
Gameveran Marín fær til sín góðan gest í kvöld. Hún og Maríanna Líf munu spjalla saman og spila Valorant í streymi kvöldsins.

Queens skoða uppruna mannsins
Stelpurnar í Queens ætla að kíkja á uppruna mannkynsins í leiknum Ancestors: The Humankind Odyssey. Þar munu þær fikra sig í gegnum fyrsta æviskeið Óla Jóels.

Flytja og skoða nýja Call of Duty
Strákarnir í GameTíví ætla að opna flutningaþjónustu í kvöld og spila Call of Duty: Modern Warfare 2. Fyrst ætla strákarnir að reyna við leikinn Totally Reliable Delivery Service, áður en þeir kíkja á betu-prufu MW2.

Diablo og djöfullinn í Sandkassanum
Strákranir í Sandkassanum munu takast á við djölfa og drýsla í streymi kvöldsins. Þá munu þeir spila Diablo 3, með tilheyrandi blóðsúthellingum.

Gátukvöld hjá Gameverunni
Það verður reynt á heilastarfsemina í streymi Gameverunnar í kvöld. Marín og Kalli ætla að rugla áhorfendur og hvort annað í First Class Escape.

Stríð og spurningar hjá Babe Patrol
Það verður nóg um að vera hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Auk þess að spila Warzone ætla þær einnig að halda spurningakeppni.

Stiklusúpa frá Sony: Kratos og Þór takast á í nýrri stiklu
Sony sýndi í gærkvöldi aðra stiklu leiksins God of War Ragnarök frá Santa Monica studios. Stiklan varpaði ljósi á áframhaldandi baráttu gríska stríðsguðsins Kratos við norrænu guðina og þar á meðal Óðin, Freyju og Þór.

Gameveran og Óli Jóels kíkja til Queens
Stelpurnar í Queens fá til sín góða gesti í streymi kvöldins. Það eru þau Marín eða Gameveran og Óli Jóels.

Framhald BOTW kallast Tears of the Kingdom
Nintendo birti í dag stutta stiklu fyrir nýjasta Zelda-leikinn. Framhald leiksins Breath of the Wild hefur fengið titilinn Tears of the Kingdom.

Hryllingur hjá GameTíví
Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á taugarnar í kvöld. Það verður eintómur hryllingur hjá þeim í leiknum Pacify.

Assassin's Creed fer loks til Japans
Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Ubisoft opinberuðu um helgina að ninjur munu loksins sjást í söguheimi Assassin‘s Creed leikjanna. Starfsmenn fyrirtækisins í Kanada vinna nú að leik sem á að gerast í Japan en spilarar hafa um árabil kallað eftir slíkum leik.

Úr Red Dead í GTA 6
Starfsmenn leikjafyrirtækisins Rockstar kvöddu nýverið leikinn Red Dead Redemption. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta að þjónusta fjölspilunarhluta leiksins etir nýjustu uppfærslu hans og munu starfsmenn Rockstar þess í stað einbeita sér að framleiðslu sjötta Grand Theft Auto leiksins.

Heimsækja fjarlæga stjörnuþoku
Mjamix, eða Marín, tekur á móti Allifret í kvöld og saman ætla þau að ferðast aftur í tíma til fjarlægrar stjörnuþoku í órafjarlægð. Þau munu spila Lego Star Wars í streymi kvöldsins.