Tónlist Spila í Eyjum Hljómsveitin Mezzoforte heldur tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum á fimmtudag. Sveitin ætlar jafnframt að leggja drög að plötu í nýju hljóðveri í Vestmannaeyjum, Island Studios. Tónlist 8.10.2008 08:00 Spila með hetjunum Aðdáendum The Rolling Stones, Bítlanna, Beach Boys og Pink Floyd gefst í nóvember sjaldgæft tækifæri til að spila með hetjunum sínum á rokknámskeiði á Englandi. Tónlist 8.10.2008 07:00 Coldplay sigursæl Hljómsveitin Coldplay vann tvenn verðlaun á Q-hátíðinni í London, þar á meðal fyrir plötu ársins, Viva La Vida or Death And All His Friends. Einnig var Coldplay valin besta hljómsveitin í heiminum í dag og bar þar sigurorð af Metallica, Muse, Kings of Leon og Oasis. Tónlist 8.10.2008 05:00 Mjallhvít og Rúnar á svið Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? heldur útgáfutónleika í Iðnó á fimmtudagskvöld til að kynna sína fyrstu plötu. Ýmsir gestir koma við sögu á tónleikunum, þar á meðal goðsögnin Rúnar Júlíusson, sem mun taka lagið. Tónlist 8.10.2008 05:00 Vildi gera eitthvað öðruvísi Hljómsveitin The Viking Giant Show, sem er hugarfóstur Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju, gefur út sína fyrstu plötu um miðjan október. Tónlist 7.10.2008 08:00 Sjarmi við sænskan framburð Yfir eitt hundrað hljómsveitir víðs vegar að úr heiminum hafa lifibrauð sitt af því að spila lög til heiðurs Abba, þar á meðal hin heimsþekkta Björn Again og svo Arrival, sem spilar í Vodafone-höllinni 8. nóvember. Tónlist 7.10.2008 05:00 Elskast í rústunum Elskumst í efnahagsrústunum er yfirskrift tónleikaferðar hljómsveitanna Skáta og Bloodgroup sem hefst á miðvikudag. Tónleikaferðin er hluti af verkefninu Innrásin sem styrktarsjóðurinn Kraumur kom á fót í vor. Tónlist 7.10.2008 04:00 Dansþáttur færður Útvarpsþátturinn Flex á X-inu hefur verið færður af laugardagskvöldum yfir á föstudagskvöld og verður hann í loftinu frá 19 til 22. Ein af ástæðum þess er sú að hinn gamalgróni þáttur, Party Zone, er á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum. Tónlist 3.10.2008 10:00 Menn ársins með plötu Poppsveitin Menn ársins er að senda sér sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Platan var tekin upp í sveitahljóðveri í Danmörku í nóvember í fyrra. Tónlist 3.10.2008 06:00 Rokk og ról á Selfossi Tónleikar til heiðurs bandarísku rokksveitinni Guns"N Roses verða haldnir í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu skipa sveitina þeir Snorri Snorrason, Gunnar Bjarni, Birgir Nielsen, Herbert Viðarsson og Grétar Bulgretzky. Tónlist 3.10.2008 05:15 Hátt í tvö hundruð flytjendur Hátt í tvö hundruð flytjendur hafa verið bókaðir á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík eftir tvær vikur. 117 innlendir flytjendur hafa skráð sig til leiks en 49 erlendir. Tónlist 3.10.2008 04:30 Framverðir enska rappsins Tvær af skærustu stjörnum breska rappsins eru nýbúnar að senda frá sér plötur. Roots Manuva gaf út sína sjöttu plötu, Slime & Reason, í byrjun september og hálfum mánuði seinna sendi Mike Skinner frá sér fjórðu Streets-plötuna Everything Is Borrowed. Trausti Júlíusson lagði við hlustir. Tónlist 3.10.2008 04:00 Breyttur Organ opnar á ný Páll Gunnar Ragnarsson, einn af eigendum skemmtistaðarins 22 við Laugaveg, og Gunnar Már Þráinsson hafa fest kaup á Organ í Hafnarstræti. Tónlist 2.10.2008 07:00 Trúbador opnar viðburðasíðu Ný íslensk heimasíða, Garg.is, verður opnuð í dag. Síðunni er ætlað að veita upplýsingar um tónlistarviðburði á höfuðborgarsvæðinu og eru stofnendur trúbadorinn Hlynur Benediktsson og Atli Hólmgrímsson. Tónlist 2.10.2008 05:00 Færeyskt rokk og ról Bætt hefur verið við einum tónleikum með færeysku rokksveitinni Tý hér á landi og mun hún því koma fjórum sinnum fram á næstu dögum. Tónleikastaðurinn Paddy"s í Keflavík hefur bæst við og verða þeir tónleikar í kvöld. Tónlist 2.10.2008 04:15 Cynic Guru spilar í Bretlandi „Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Tónlist 2.10.2008 04:00 Ekki í tónleikaferð Söngvarinn Robert Plant hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki í tónleikaferð með Led Zeppelin. Orðrómur var uppi um að sveitin ætlaði á túr á næsta ári með Plant innanborðs en ekkert verður af því. Tónlist 1.10.2008 04:00 Klassík í hádeginu Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Tónlist 1.10.2008 04:00 Amiina með nýtt lag Hljómsveitin Amiina hefur tekið upp eigin útgáfu af lagi bandaríska sveitasöngvarans Lee Hazlewood, Leather and Lace. Síðasta lagið sem Hazlewood tók upp áður en hann lést í fyrra var einmitt Hilli (At the Top of the World) með Amiinu. Tónlist 30.9.2008 06:00 Bruce spilar á Super Bowl „Stjórinn" Bruce Springsteen og hljómsveit hans, The E Street Band, mun spila í hálfleik á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins í febrúar á næsta ári. Um frábæra kynningu er að ræða fyrir Springsteen enda horfðu rúmlega 148 milljónir Bandaríkjamanna á Tom Petty and the Heartbreakers spila í fyrra. Tónlist 30.9.2008 05:00 Sápukúlur í myndbandi Listahópurinn The Weird Girls Project leitar nú að kalltæki og tæki sem framleiðir sápukúlur vegna nýs myndbands sem hann ætlar að gera fyrir Emilíönu Torrini. Tónlist 30.9.2008 05:00 Tóku upp tónleika Hljómsveitin South River Band hélt tvenna tónleika á Grand Rokk á dögunum þar sem stemningin var einkar góð. Tónleikarnir voru teknir upp og til stendur að gefa þá út á DVD-mynddiski, sem verður sá fyrsti frá sveitinni. South River Band hefur gefið út fjórar plötur á ferli sínum og kom sú síðasta, Allar stúlkurnar, út í fyrra. Tónlist 28.9.2008 06:00 Tíu ára plötugerð á enda Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe. Tónlist 26.9.2008 07:15 Þrefaldur Rúnar Júl Meistari Rúnar Júl hefur frá árinu 1965 gefið út plötur með nýju efni. Í ár verður breyting á. Í stað hefðbundins nýmetis kemur út þrefaldi safndiskurinn Sögur um lífið. Tónlist 26.9.2008 06:00 Iceland Airwaves í útrás Góður rómur var gerður að London Airwaves-hátíðinni sem haldin var um síðustu helgi. Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, segir að hátíðin verði haldin aftur á næsta ári og verið sé að skoða hvort Airwaves verði haldin í fleiri löndum í framtíðinni. Tónlist 26.9.2008 04:15 Brant Bjork til Íslands Bandaríska rokksveitin Brant Bjork & The Bros heldur tvenna tónleika á Íslandi í kvöld og annað kvöld. Forsprakki sveitarinnar er Brant Bjork, fyrrverandi meðlimur hljómsveitanna Fu Manchu og Kyuss, sem hafði á að skipa Josh Homme og Nick Oliveri úr Queens of the Stone Age. Tónlist 26.9.2008 02:30 32C kemur rappinu á kortið Félagarnir Dabbi T, Emmsjé Gauti og Nagmús hafa stofnað rappsveitina 32C og er fyrsta lag hennar, É É É É, á leið í útvarpsspilun. Tónlist 26.9.2008 02:00 Alíslensk tónleikadagskrá Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur fram á heldur sérstökum tónleikum í kvöld, en á þeim verður einungis flutt tónlist eftir íslensk tónskáld. Ástæðan fyrir verkavalinu er sú að hljómsveitin heldur utan í næsta mánuði og kemur fram á tónleikum í Japan. Af því tilefni var sett saman þessi tónleikadagskrá þar sem kynnt er tónlist eftir nokkur af helstu tónskáldum íslensku þjóðarinnar. Tónlist 26.9.2008 01:00 Thiago í gítarkeppni á netinu Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem býr á Ólafsfirði, er á meðal þátttakenda í alþjóðlegu gítarkeppninni Dean Guitar Shredder Contest USA sem fer fram á netinu. Tónlist 24.9.2008 05:00 Nýtt lag frá Lay Low Önnur plata Lay Low nefnist Farewell Good Night"s Sleep og fer fyrsta lagið af henni, By and By, í spilun í dag. Platan kemur út sextánda október á vegum Cod Music og um kvöldið mun Lay Low halda útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún verður einnig á meðal þeirra sem spila á Iceland Airwaves-hátíðinni skömmu síðar. Tónlist 23.9.2008 07:00 « ‹ 185 186 187 188 189 190 191 192 193 … 228 ›
Spila í Eyjum Hljómsveitin Mezzoforte heldur tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum á fimmtudag. Sveitin ætlar jafnframt að leggja drög að plötu í nýju hljóðveri í Vestmannaeyjum, Island Studios. Tónlist 8.10.2008 08:00
Spila með hetjunum Aðdáendum The Rolling Stones, Bítlanna, Beach Boys og Pink Floyd gefst í nóvember sjaldgæft tækifæri til að spila með hetjunum sínum á rokknámskeiði á Englandi. Tónlist 8.10.2008 07:00
Coldplay sigursæl Hljómsveitin Coldplay vann tvenn verðlaun á Q-hátíðinni í London, þar á meðal fyrir plötu ársins, Viva La Vida or Death And All His Friends. Einnig var Coldplay valin besta hljómsveitin í heiminum í dag og bar þar sigurorð af Metallica, Muse, Kings of Leon og Oasis. Tónlist 8.10.2008 05:00
Mjallhvít og Rúnar á svið Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? heldur útgáfutónleika í Iðnó á fimmtudagskvöld til að kynna sína fyrstu plötu. Ýmsir gestir koma við sögu á tónleikunum, þar á meðal goðsögnin Rúnar Júlíusson, sem mun taka lagið. Tónlist 8.10.2008 05:00
Vildi gera eitthvað öðruvísi Hljómsveitin The Viking Giant Show, sem er hugarfóstur Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju, gefur út sína fyrstu plötu um miðjan október. Tónlist 7.10.2008 08:00
Sjarmi við sænskan framburð Yfir eitt hundrað hljómsveitir víðs vegar að úr heiminum hafa lifibrauð sitt af því að spila lög til heiðurs Abba, þar á meðal hin heimsþekkta Björn Again og svo Arrival, sem spilar í Vodafone-höllinni 8. nóvember. Tónlist 7.10.2008 05:00
Elskast í rústunum Elskumst í efnahagsrústunum er yfirskrift tónleikaferðar hljómsveitanna Skáta og Bloodgroup sem hefst á miðvikudag. Tónleikaferðin er hluti af verkefninu Innrásin sem styrktarsjóðurinn Kraumur kom á fót í vor. Tónlist 7.10.2008 04:00
Dansþáttur færður Útvarpsþátturinn Flex á X-inu hefur verið færður af laugardagskvöldum yfir á föstudagskvöld og verður hann í loftinu frá 19 til 22. Ein af ástæðum þess er sú að hinn gamalgróni þáttur, Party Zone, er á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum. Tónlist 3.10.2008 10:00
Menn ársins með plötu Poppsveitin Menn ársins er að senda sér sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Platan var tekin upp í sveitahljóðveri í Danmörku í nóvember í fyrra. Tónlist 3.10.2008 06:00
Rokk og ról á Selfossi Tónleikar til heiðurs bandarísku rokksveitinni Guns"N Roses verða haldnir í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu skipa sveitina þeir Snorri Snorrason, Gunnar Bjarni, Birgir Nielsen, Herbert Viðarsson og Grétar Bulgretzky. Tónlist 3.10.2008 05:15
Hátt í tvö hundruð flytjendur Hátt í tvö hundruð flytjendur hafa verið bókaðir á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík eftir tvær vikur. 117 innlendir flytjendur hafa skráð sig til leiks en 49 erlendir. Tónlist 3.10.2008 04:30
Framverðir enska rappsins Tvær af skærustu stjörnum breska rappsins eru nýbúnar að senda frá sér plötur. Roots Manuva gaf út sína sjöttu plötu, Slime & Reason, í byrjun september og hálfum mánuði seinna sendi Mike Skinner frá sér fjórðu Streets-plötuna Everything Is Borrowed. Trausti Júlíusson lagði við hlustir. Tónlist 3.10.2008 04:00
Breyttur Organ opnar á ný Páll Gunnar Ragnarsson, einn af eigendum skemmtistaðarins 22 við Laugaveg, og Gunnar Már Þráinsson hafa fest kaup á Organ í Hafnarstræti. Tónlist 2.10.2008 07:00
Trúbador opnar viðburðasíðu Ný íslensk heimasíða, Garg.is, verður opnuð í dag. Síðunni er ætlað að veita upplýsingar um tónlistarviðburði á höfuðborgarsvæðinu og eru stofnendur trúbadorinn Hlynur Benediktsson og Atli Hólmgrímsson. Tónlist 2.10.2008 05:00
Færeyskt rokk og ról Bætt hefur verið við einum tónleikum með færeysku rokksveitinni Tý hér á landi og mun hún því koma fjórum sinnum fram á næstu dögum. Tónleikastaðurinn Paddy"s í Keflavík hefur bæst við og verða þeir tónleikar í kvöld. Tónlist 2.10.2008 04:15
Cynic Guru spilar í Bretlandi „Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Tónlist 2.10.2008 04:00
Ekki í tónleikaferð Söngvarinn Robert Plant hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki í tónleikaferð með Led Zeppelin. Orðrómur var uppi um að sveitin ætlaði á túr á næsta ári með Plant innanborðs en ekkert verður af því. Tónlist 1.10.2008 04:00
Klassík í hádeginu Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Tónlist 1.10.2008 04:00
Amiina með nýtt lag Hljómsveitin Amiina hefur tekið upp eigin útgáfu af lagi bandaríska sveitasöngvarans Lee Hazlewood, Leather and Lace. Síðasta lagið sem Hazlewood tók upp áður en hann lést í fyrra var einmitt Hilli (At the Top of the World) með Amiinu. Tónlist 30.9.2008 06:00
Bruce spilar á Super Bowl „Stjórinn" Bruce Springsteen og hljómsveit hans, The E Street Band, mun spila í hálfleik á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins í febrúar á næsta ári. Um frábæra kynningu er að ræða fyrir Springsteen enda horfðu rúmlega 148 milljónir Bandaríkjamanna á Tom Petty and the Heartbreakers spila í fyrra. Tónlist 30.9.2008 05:00
Sápukúlur í myndbandi Listahópurinn The Weird Girls Project leitar nú að kalltæki og tæki sem framleiðir sápukúlur vegna nýs myndbands sem hann ætlar að gera fyrir Emilíönu Torrini. Tónlist 30.9.2008 05:00
Tóku upp tónleika Hljómsveitin South River Band hélt tvenna tónleika á Grand Rokk á dögunum þar sem stemningin var einkar góð. Tónleikarnir voru teknir upp og til stendur að gefa þá út á DVD-mynddiski, sem verður sá fyrsti frá sveitinni. South River Band hefur gefið út fjórar plötur á ferli sínum og kom sú síðasta, Allar stúlkurnar, út í fyrra. Tónlist 28.9.2008 06:00
Tíu ára plötugerð á enda Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe. Tónlist 26.9.2008 07:15
Þrefaldur Rúnar Júl Meistari Rúnar Júl hefur frá árinu 1965 gefið út plötur með nýju efni. Í ár verður breyting á. Í stað hefðbundins nýmetis kemur út þrefaldi safndiskurinn Sögur um lífið. Tónlist 26.9.2008 06:00
Iceland Airwaves í útrás Góður rómur var gerður að London Airwaves-hátíðinni sem haldin var um síðustu helgi. Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, segir að hátíðin verði haldin aftur á næsta ári og verið sé að skoða hvort Airwaves verði haldin í fleiri löndum í framtíðinni. Tónlist 26.9.2008 04:15
Brant Bjork til Íslands Bandaríska rokksveitin Brant Bjork & The Bros heldur tvenna tónleika á Íslandi í kvöld og annað kvöld. Forsprakki sveitarinnar er Brant Bjork, fyrrverandi meðlimur hljómsveitanna Fu Manchu og Kyuss, sem hafði á að skipa Josh Homme og Nick Oliveri úr Queens of the Stone Age. Tónlist 26.9.2008 02:30
32C kemur rappinu á kortið Félagarnir Dabbi T, Emmsjé Gauti og Nagmús hafa stofnað rappsveitina 32C og er fyrsta lag hennar, É É É É, á leið í útvarpsspilun. Tónlist 26.9.2008 02:00
Alíslensk tónleikadagskrá Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur fram á heldur sérstökum tónleikum í kvöld, en á þeim verður einungis flutt tónlist eftir íslensk tónskáld. Ástæðan fyrir verkavalinu er sú að hljómsveitin heldur utan í næsta mánuði og kemur fram á tónleikum í Japan. Af því tilefni var sett saman þessi tónleikadagskrá þar sem kynnt er tónlist eftir nokkur af helstu tónskáldum íslensku þjóðarinnar. Tónlist 26.9.2008 01:00
Thiago í gítarkeppni á netinu Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem býr á Ólafsfirði, er á meðal þátttakenda í alþjóðlegu gítarkeppninni Dean Guitar Shredder Contest USA sem fer fram á netinu. Tónlist 24.9.2008 05:00
Nýtt lag frá Lay Low Önnur plata Lay Low nefnist Farewell Good Night"s Sleep og fer fyrsta lagið af henni, By and By, í spilun í dag. Platan kemur út sextánda október á vegum Cod Music og um kvöldið mun Lay Low halda útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún verður einnig á meðal þeirra sem spila á Iceland Airwaves-hátíðinni skömmu síðar. Tónlist 23.9.2008 07:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp