Viðskipti

Þegar klukkan tifar mjög hægt á föstudegi

Það koma föstudagar í vinnunni sem líða ótrúlega hægt. Við erum spennt fyrir helginni, margt á döfinni og rólegt að gera hvort eð er. Fyrir utan það að það vantar líka helminginn af vinnufélögunum því þeir eru í fríi.

Atvinnulíf

Lokar fisk­vinnslu í Hafnar­firði og segir upp þorra starfs­fólks

Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí.

Viðskipti innlent

Ís­lands­banki hagnaðist um 12,4 milljarða

Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum.

Viðskipti innlent

Hafa selt yfir fjöru­tíu milljón PS5 tölvur

Sony tilkynnti í dag að fyrirtækið væri búið að selja yfir fjörutíu milljón Playstation 5 leikjatölvur. Fyrirtækið hóf sölu á leikjatölvunum í nóvember árið 2020 og gekk framleiðslan frekar brösuglega fyrst um sinn. Nú sé þó framleiðslan komin á strik og hægt að sinna eftirspurninni.

Viðskipti erlent

Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna

Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar.

Viðskipti innlent

Neyt­enda­stofa slær aftur á hendur Nýju vín­búðarinnar

Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð.

Neytendur

Hagnast mikið og dæla peningum í gervigreind

Bæði Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft birtu í gær góð ársfjórðungsuppgjör sem sýndu aukinn hagnað og aðrar jákvæðar vendingar í rekstri fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru í samkeppni um innleiðingu gervigreindar í leitarvélar Google og Bing og annan hugbúnað þeirra.

Viðskipti erlent

Endur­greiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ís­bílsins

Ís­bíllinn endur­greiðir 34 ís­tegundir sem seldar voru í Eyja­firði, Skaga­firði og Austur-Húna­vatns­sýslu 8. til 10. júlí síðast­liðinn. Vegna mis­taka hjá Sam­skipum hálf­þ­iðnaði ís á leið til Akur­eyrar. Eig­andi Ís­bílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mis­tök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endur­greiðslu­beiðnunum.

Neytendur

Eldgosið hafi komið á besta tíma

Síðan eldgosahrina hófst á Reykjanesskaga fyrir tveimur árum hefur Björn Steinbekk verið fastagestur á svæðinu með dróna á lofti. Segja má að gosið sem hófst í júlí hafi ekki getað komið á betri tíma fyrir Björn.

Samstarf

Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka

Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti.

Viðskipti innlent

Spotify hækkar verðið

Nýir notendur tónlistarveitunnar Spotify munu frá deginum í dag greiða eina evru aukalega fyrir það að hlusta ekki á auglýsingar. Verð núverandi notenda hækkar eftir mánuð en forsvarsmenn Spotify tilkynntu í dag að verið væri að hækka verðið á öllum áskriftarleiðum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið.

Viðskipti erlent