Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2023 15:52 Margot Robbie og Ryan Gosling, aðalleikarar Barbie, á heimsfrumsýningu myndarinnar. AP Photo/Chris Pizzello Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Barbie í leikstjórn Greta Gerwig þénaði alls tæpar 21,5 milljónir króna í miðasölu hérlendis um helgina og hreppti Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan annað sætið á vinsældalistanum og þénaði rúmar 14,2 milljónir króna. Saman þénuðu myndirnar rúmar 35,7 milljónir króna hérlendis á þremur dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en alls nam miðasala tæpum 43 milljónum króna um helgina sem gerir hana að tekjuhæstu kvikmyndahelgi sögunnar hér á landi. Cillian Murphy fer með hlutverk eðlisfræðingsins Julius Robert Oppenheimer í kvikmyndinni um hann og tilurð atómsprengjunnar. AP/Universal Pictures „Eftirvæntingin fyrir kvikmyndunum Barbie og Oppenheimer ætti ekki að hafa farið framhjá neinum enda svokallað Barbenheimer æði um allan heim. Íslenskir kvikmyndahúsagestir létu sitt ekki eftir liggja um helgina og þyrst kvikmyndaáhugafólk flykktist á stórmyndirnar tvær,“ segir í tilkynningunni. Miklar gleðifregnir Daníel Traustason, framkvæmdastjóri FRÍSK, segir þetta vera miklar gleðifregnir fyrir íslensk kvikmyndahús. „Og bara alls staðar í heiminum. Það er talað um að Barbenheimer-æðið sé nú að bjarga kvikmyndabransanum, það er náttúrulega verkfall úti og allt þetta, og það er bara gaman að sjá þetta endurspeglast hér á landi líka.“ Vísar hann þar til yfirstandandi verkfalls leikara og handritshöfunda í Hollywood sem hefur lamað kvikmyndaiðnaðinn í Bandaríkjunum. Kvikmyndahús hafa víða þurft að há varnarbaráttu á síðustu árum og þurft að glíma bæði við breytta neysluhegðun með tilkomu streymisveitna og erfiðan Covid-faraldur sem dró úr ásókn. FRÍSK heldur utan um tekjur og aðsókn í íslenskum kvikmyndahúsum og er tölfræðin leiðrétt fyrir verðbólgu, að sögn Daníels. Mikil umræða hafi verið um báðar myndirnar erlendis sem hafi skilað sér í miklum áhuga hingað til lands. Góða veðrið virtist ekki draga úr ásókn Daníel segir að rekstraraðilar kvikmyndahúsa hafi vonað það besta en að salan hafi farið langt fram úr væntingum. Þá sé merkilegt að þessar tvær myndir hafi tekið svo stóran skerf af miðasölu helgarinnar skömmu eftir að nýjar kvikmyndir í Mission: Impossible og Indiana Jones myndaflokkunum voru teknar til sýningar. Gott veður hefur yfirleitt haft neikvæð áhrif á bíóásókn á Íslandi en vart var við undantekningu á þeirri reglu á höfuðborgarsvæðinu um helgina, að sögn Daníels. Verð bíómiða hefur leitað upp á við á síðustu árum en Daníel segir það þó hafa hækkað minna hér en víða erlendis. „Það hækkar ekki jafn mikið og verðbólga til dæmis og lítið hefur verið um verðhækkanir. Dýrustu miðarnir hafa helst verið í svona lúxussölum en annars er miðaverðið hér á landi mun ódýrara en annars staðar.“ Ekki meiri ásókn í lúxussali Christopher Nolan, leikstjóri Oppenheimer, hefur lagt mikið upp úr því að fólk horfi á myndina við bestu aðstæður á hvíta tjaldinu en kvikmyndin var tekin upp á filmu með sérstökum háskerpu myndavélum. Aðspurður um hvort hærra hlutfall Oppenheimer-miða séu seldir í lúxussali en alla jafna segir Daníel svo ekki vera. „Við hefðum haldið að hún hefði dregið meira í stærstu salina með stærstu tjöldin. Nolan gerir náttúrlega mikið út á það en það virtist ekki hafa nein áhrif á. Hún hefur líka verið í minni sölum, bara vegna þess að Barbie hefur líka verið að fá stóra skjáinn sem og Mission: Impossible. Salan er bara góð sama hvaða sal hún er í. Við fögnum því.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Kvikmyndahús Hollywood Tengdar fréttir Stjörnulífið: Íslenskar barbies, brúðkaup og bossar Barbie er sannarlega að eiga stórt móment í dægurmenningunni í dag og samfélagsmiðlastjörnur landsins taka því fagnandi. Ástin einkenndi síðastliðna viku með brúðkaupum og bumbumyndum og Íslendingar halda áfram að ferðast, hvort sem það er innanlands eða að elta sólina. 24. júlí 2023 11:26 Dæla út leikfangamyndum í kjölfar Barbie Það stefnir allt í að kvikmyndin Barbie verði hittari en leikfangarisinn Mattel er með enn fleiri myndir byggðar á leikföngum fyrirtækisins í bígerð. Búið er að tilkynna fjórtan myndir opinberlega en rúmlega 40 myndir eru í framleiðslu. 24. júlí 2023 06:44 Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó Það heyrir almennt ekki til tíðinda þegar karlmenn á þrítugsaldri, svokallaðir „gaurar“, hópa sig saman og fara í bíó. Í bíóhúsum borgarinnar má oft sjá þó nokkra gaura sitja saman með popp og kók og njóta þess að horfa saman á misgóðar kvikmyndir. En, miðvikudaginn 19. júlí 2023 fóru 50 gaurar saman í bíó. Þetta er okkar saga. 21. júlí 2023 08:45 Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. 20. júlí 2023 21:00 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Barbie í leikstjórn Greta Gerwig þénaði alls tæpar 21,5 milljónir króna í miðasölu hérlendis um helgina og hreppti Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan annað sætið á vinsældalistanum og þénaði rúmar 14,2 milljónir króna. Saman þénuðu myndirnar rúmar 35,7 milljónir króna hérlendis á þremur dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en alls nam miðasala tæpum 43 milljónum króna um helgina sem gerir hana að tekjuhæstu kvikmyndahelgi sögunnar hér á landi. Cillian Murphy fer með hlutverk eðlisfræðingsins Julius Robert Oppenheimer í kvikmyndinni um hann og tilurð atómsprengjunnar. AP/Universal Pictures „Eftirvæntingin fyrir kvikmyndunum Barbie og Oppenheimer ætti ekki að hafa farið framhjá neinum enda svokallað Barbenheimer æði um allan heim. Íslenskir kvikmyndahúsagestir létu sitt ekki eftir liggja um helgina og þyrst kvikmyndaáhugafólk flykktist á stórmyndirnar tvær,“ segir í tilkynningunni. Miklar gleðifregnir Daníel Traustason, framkvæmdastjóri FRÍSK, segir þetta vera miklar gleðifregnir fyrir íslensk kvikmyndahús. „Og bara alls staðar í heiminum. Það er talað um að Barbenheimer-æðið sé nú að bjarga kvikmyndabransanum, það er náttúrulega verkfall úti og allt þetta, og það er bara gaman að sjá þetta endurspeglast hér á landi líka.“ Vísar hann þar til yfirstandandi verkfalls leikara og handritshöfunda í Hollywood sem hefur lamað kvikmyndaiðnaðinn í Bandaríkjunum. Kvikmyndahús hafa víða þurft að há varnarbaráttu á síðustu árum og þurft að glíma bæði við breytta neysluhegðun með tilkomu streymisveitna og erfiðan Covid-faraldur sem dró úr ásókn. FRÍSK heldur utan um tekjur og aðsókn í íslenskum kvikmyndahúsum og er tölfræðin leiðrétt fyrir verðbólgu, að sögn Daníels. Mikil umræða hafi verið um báðar myndirnar erlendis sem hafi skilað sér í miklum áhuga hingað til lands. Góða veðrið virtist ekki draga úr ásókn Daníel segir að rekstraraðilar kvikmyndahúsa hafi vonað það besta en að salan hafi farið langt fram úr væntingum. Þá sé merkilegt að þessar tvær myndir hafi tekið svo stóran skerf af miðasölu helgarinnar skömmu eftir að nýjar kvikmyndir í Mission: Impossible og Indiana Jones myndaflokkunum voru teknar til sýningar. Gott veður hefur yfirleitt haft neikvæð áhrif á bíóásókn á Íslandi en vart var við undantekningu á þeirri reglu á höfuðborgarsvæðinu um helgina, að sögn Daníels. Verð bíómiða hefur leitað upp á við á síðustu árum en Daníel segir það þó hafa hækkað minna hér en víða erlendis. „Það hækkar ekki jafn mikið og verðbólga til dæmis og lítið hefur verið um verðhækkanir. Dýrustu miðarnir hafa helst verið í svona lúxussölum en annars er miðaverðið hér á landi mun ódýrara en annars staðar.“ Ekki meiri ásókn í lúxussali Christopher Nolan, leikstjóri Oppenheimer, hefur lagt mikið upp úr því að fólk horfi á myndina við bestu aðstæður á hvíta tjaldinu en kvikmyndin var tekin upp á filmu með sérstökum háskerpu myndavélum. Aðspurður um hvort hærra hlutfall Oppenheimer-miða séu seldir í lúxussali en alla jafna segir Daníel svo ekki vera. „Við hefðum haldið að hún hefði dregið meira í stærstu salina með stærstu tjöldin. Nolan gerir náttúrlega mikið út á það en það virtist ekki hafa nein áhrif á. Hún hefur líka verið í minni sölum, bara vegna þess að Barbie hefur líka verið að fá stóra skjáinn sem og Mission: Impossible. Salan er bara góð sama hvaða sal hún er í. Við fögnum því.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Kvikmyndahús Hollywood Tengdar fréttir Stjörnulífið: Íslenskar barbies, brúðkaup og bossar Barbie er sannarlega að eiga stórt móment í dægurmenningunni í dag og samfélagsmiðlastjörnur landsins taka því fagnandi. Ástin einkenndi síðastliðna viku með brúðkaupum og bumbumyndum og Íslendingar halda áfram að ferðast, hvort sem það er innanlands eða að elta sólina. 24. júlí 2023 11:26 Dæla út leikfangamyndum í kjölfar Barbie Það stefnir allt í að kvikmyndin Barbie verði hittari en leikfangarisinn Mattel er með enn fleiri myndir byggðar á leikföngum fyrirtækisins í bígerð. Búið er að tilkynna fjórtan myndir opinberlega en rúmlega 40 myndir eru í framleiðslu. 24. júlí 2023 06:44 Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó Það heyrir almennt ekki til tíðinda þegar karlmenn á þrítugsaldri, svokallaðir „gaurar“, hópa sig saman og fara í bíó. Í bíóhúsum borgarinnar má oft sjá þó nokkra gaura sitja saman með popp og kók og njóta þess að horfa saman á misgóðar kvikmyndir. En, miðvikudaginn 19. júlí 2023 fóru 50 gaurar saman í bíó. Þetta er okkar saga. 21. júlí 2023 08:45 Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. 20. júlí 2023 21:00 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Stjörnulífið: Íslenskar barbies, brúðkaup og bossar Barbie er sannarlega að eiga stórt móment í dægurmenningunni í dag og samfélagsmiðlastjörnur landsins taka því fagnandi. Ástin einkenndi síðastliðna viku með brúðkaupum og bumbumyndum og Íslendingar halda áfram að ferðast, hvort sem það er innanlands eða að elta sólina. 24. júlí 2023 11:26
Dæla út leikfangamyndum í kjölfar Barbie Það stefnir allt í að kvikmyndin Barbie verði hittari en leikfangarisinn Mattel er með enn fleiri myndir byggðar á leikföngum fyrirtækisins í bígerð. Búið er að tilkynna fjórtan myndir opinberlega en rúmlega 40 myndir eru í framleiðslu. 24. júlí 2023 06:44
Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó Það heyrir almennt ekki til tíðinda þegar karlmenn á þrítugsaldri, svokallaðir „gaurar“, hópa sig saman og fara í bíó. Í bíóhúsum borgarinnar má oft sjá þó nokkra gaura sitja saman með popp og kók og njóta þess að horfa saman á misgóðar kvikmyndir. En, miðvikudaginn 19. júlí 2023 fóru 50 gaurar saman í bíó. Þetta er okkar saga. 21. júlí 2023 08:45
Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. 20. júlí 2023 21:00