Íslenskur tuddablús 28. júní 2004 00:01 "Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar. Lífið Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
"Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar.
Lífið Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira