Íslenskur tuddablús 28. júní 2004 00:01 "Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar. Lífið Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
"Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar.
Lífið Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira