Alvarleg skilaboð til Framsóknar 11. júlí 2004 00:01 Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira
Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira