Stratocaster gítarinn 50 ára
Fimmtíu ár eru nú liðin frá því að Fender Stratocaster gítarinn, sem notaður hefur verið af gítarsnillingum eins og Jimi Hendrix og Eric Clapton, kom fram á sjónarsviðið. Gítarinn hefur haft mikil áhrif í tónlistarsögunni og segja gítarsérfræðingar að hálfri öld eftir að hann kom fyrst fram sé hann enn hljóðfærið sem flestir gítarleikarar velja. Í tilefni af afmælinu hefur Fender fyrirtækið ákveðið að gefa út endurgerðir af Stratocaster gítarnum frá árinu 1954 í takmörkuðu upplagi.