Norska húsið í Stykkishólmi 28. júlí 2004 00:01 Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni. "Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832," segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. "Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerðar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hefur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan búning. Við höfum sett upp á miðhæðinni heimili heldri manns í þéttbýli á 19. öld, en heimildir um innbú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráðendur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu." Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háaloftsstemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýningar og byggðasafnstengdar sýningar. "Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, listmuni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desember er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jólaskrauti frá ýmsum tímabilum," segir Aldís. "Nú hefur verið efnt til samkeppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verðlaun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ," segir Aldís að lokum. [email protected] Ferðalög Stykkishólmur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni. "Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832," segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. "Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerðar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hefur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan búning. Við höfum sett upp á miðhæðinni heimili heldri manns í þéttbýli á 19. öld, en heimildir um innbú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráðendur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu." Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háaloftsstemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýningar og byggðasafnstengdar sýningar. "Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, listmuni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desember er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jólaskrauti frá ýmsum tímabilum," segir Aldís. "Nú hefur verið efnt til samkeppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verðlaun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ," segir Aldís að lokum. [email protected]
Ferðalög Stykkishólmur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira