Blóðbað í Najaf 6. ágúst 2004 00:01 Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og bandarískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al-Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisnarmenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardögunum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Bandaríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem bandamenn eins og Íraksstjórn hefur gert. "Bandaríkin eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi," sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðarmenn al-Sadr eftir vopnahléi. "Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna," sagði Mahmoud al-Sudani talsmaður al-Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð friðsæl um tveggja mánaða skeið þegar bardagarnir brutust út í fyrradag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú áttust við sveitir al-Sadr og bandarískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undanförnu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og bandarískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al-Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisnarmenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardögunum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Bandaríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem bandamenn eins og Íraksstjórn hefur gert. "Bandaríkin eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi," sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðarmenn al-Sadr eftir vopnahléi. "Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna," sagði Mahmoud al-Sudani talsmaður al-Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð friðsæl um tveggja mánaða skeið þegar bardagarnir brutust út í fyrradag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú áttust við sveitir al-Sadr og bandarískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undanförnu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira