Starfið mitt 20. ágúst 2004 00:01 <>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt." Atvinna Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
<>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt."
Atvinna Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira