Engin sérstaða - engar sérreglur 1. september 2004 00:01 Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar