Raforka í 100 ár 1. nóvember 2004 00:01 Um helgina hefur staðið yfir í Vetrargarðinum í Smáralind sýningin "Orkan okkar 2004, ... heimili morgundagsins...", en hún er haldin í tilefni af 100 ára afmæli raforkuframleiðslu á Íslandi. Á sýningunni getur að líta það nýjasta og framúrstefnulegasta sem er í boði á mörgum sviðum sem lúta að daglegu lífi. "Það hefur verið byggt þarna 350 fermetra einbýlishús, en með byggingunni viljum við sýna fram á hvernig hægt er að nýta rafmagnið til að gera líf okkar allra þægilegra og auðveldara," segir Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur. "Við köllum húsið "heimili morgundagsins", en ekki "heimili framtíðarinnar", því allt sem er sýnt í þessu húsi er framkvæmanlegt nú þegar. Rafmagn er auðvitað einstök vara en er orðið svo sjálfsagt að fólk tekur ekki eftir því lengur hvað það er stór hluti daglegs lífs. Það er samt svo ótrúlega stutt síðan rafmagn var tekið í notkun hér á landi, eða árið 1904, þegar Jóhannes Reykdal virkjaði bæjarlækinn í Hafnarfirði og gerðist brautryðjandi í sölu raforku." Ris ehf. byggði húsið í Vetrargarðinum en á bak við hugmyndavinnu og hönnun hússins standa fulltrúar frá Arkitektafélagi Íslands, Ljóstæknifélagi Íslands, Tæknifræðingafélagi Íslands, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta og Verkfræðingafélagi Íslands, Fjörutíu fyrirtæki kynna í húsinu nútímalegar hátækniafurðir á öllum sviðum heimilishalds, en sýningin er opin til klukkan 19 í dag.Lykill er óþarfur í þessa skrá. Eina sem þarf er þumall eigandans. FleiriMynd/E.ÓlÞetta er ekki eldhús úr vísindaskáldskap heldur það sem öllum stendur til boða í dag.Mynd/E.ÓlHeimili nútímans geta einkennst af stílhreinni og einfaldri hönnun, sem þar að auki gerir lífið svo létt svo létt...Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Um helgina hefur staðið yfir í Vetrargarðinum í Smáralind sýningin "Orkan okkar 2004, ... heimili morgundagsins...", en hún er haldin í tilefni af 100 ára afmæli raforkuframleiðslu á Íslandi. Á sýningunni getur að líta það nýjasta og framúrstefnulegasta sem er í boði á mörgum sviðum sem lúta að daglegu lífi. "Það hefur verið byggt þarna 350 fermetra einbýlishús, en með byggingunni viljum við sýna fram á hvernig hægt er að nýta rafmagnið til að gera líf okkar allra þægilegra og auðveldara," segir Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur. "Við köllum húsið "heimili morgundagsins", en ekki "heimili framtíðarinnar", því allt sem er sýnt í þessu húsi er framkvæmanlegt nú þegar. Rafmagn er auðvitað einstök vara en er orðið svo sjálfsagt að fólk tekur ekki eftir því lengur hvað það er stór hluti daglegs lífs. Það er samt svo ótrúlega stutt síðan rafmagn var tekið í notkun hér á landi, eða árið 1904, þegar Jóhannes Reykdal virkjaði bæjarlækinn í Hafnarfirði og gerðist brautryðjandi í sölu raforku." Ris ehf. byggði húsið í Vetrargarðinum en á bak við hugmyndavinnu og hönnun hússins standa fulltrúar frá Arkitektafélagi Íslands, Ljóstæknifélagi Íslands, Tæknifræðingafélagi Íslands, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta og Verkfræðingafélagi Íslands, Fjörutíu fyrirtæki kynna í húsinu nútímalegar hátækniafurðir á öllum sviðum heimilishalds, en sýningin er opin til klukkan 19 í dag.Lykill er óþarfur í þessa skrá. Eina sem þarf er þumall eigandans. FleiriMynd/E.ÓlÞetta er ekki eldhús úr vísindaskáldskap heldur það sem öllum stendur til boða í dag.Mynd/E.ÓlHeimili nútímans geta einkennst af stílhreinni og einfaldri hönnun, sem þar að auki gerir lífið svo létt svo létt...Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira