Kristján, pólitíkin og DV Egill Helgason skrifar 22. nóvember 2004 00:01 Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi blaðamaður á DV, skrifar forvitnilega grein í nýjasta hefti Tímarits Máls & menningar. Þar fjallar Páll um síðustu daga DV undir fyrri eigendum, en ritstjóri var þá Óli Björn Kárason. Páll rekur hvernig ástandið var áður en sú útgáfa blaðsins fór á hausinn - telur að meginmistökin hafi verið að reka Jónas Kristjánsson, draga úr "ósvífinni" í blaðinu og gera það hallt undir Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina í stað þess að hafa blaðið alltaf í einhvers konar stjórnarandstöðu. Páll segir litla dæmisögu um þetta sem mörgum kann að finnast áhugaverð. Hann segir frá því þegar hann tók viðtal við Kristján Jóhannsson söngvara stuttu fyrir þingkosningarnar 2003:"Ég flaug norður og tók hressilegt viðtal við karlinn sem lét vaða á súðum eins og honum einum er lagið og kom víða við. Fátt var þar um pólitík enda Kristján seint talinn mjög pólitískur. Hann notaði þó tækifærið og átaldi yfirvöld menntamála nokkuð harkalega fyrir það sem hann kallaði svik á loforðum um byggingu tónlistarhúss. Það voru ekki nýjar fréttir og flokkuðust ekki sem politísk bomba í mínum huga. Seint á föstudegi sat ég við skjá með umbrotsmanni og gekk frá viðtalinu og forsíðu blaðsins. Jónas Haraldsson kom til okkar og leit yfir útlínur málsins og í samræðum okkar kom fram að eitthvað segði Kristján um menntamálaráðherra. Jónas varpaði öndinni nokkuð mæðulega og taldi best að hann læsi þetta yfir. Ólafur Teitur Guðnason, sem aldrei var titlaður annað en blaðamaður á ritstjórn DV, var með vinnustöð rétt hjá og hefur eflaust heyrt umræður okkar. Ég held að hann hafi flett upp viðtalinu í vinnslukerfinu því ég heyrði skyndilega að hann æpti upp yfir sig: "Þetta er algerlega massívur áróður gegn Sjálfstæðisflokknum. Við verðum að laga þetta." Skömmu síðar voru hann og Jónas sestir yfir viðtalið í próförkum og farnir að reyna að berja í brestina. Ég kvaddi þá félaga og gekk út í vorregnið og fann að ég var búinn að fá nóg."Segir Páll Ásgeir í TMM... Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi blaðamaður á DV, skrifar forvitnilega grein í nýjasta hefti Tímarits Máls & menningar. Þar fjallar Páll um síðustu daga DV undir fyrri eigendum, en ritstjóri var þá Óli Björn Kárason. Páll rekur hvernig ástandið var áður en sú útgáfa blaðsins fór á hausinn - telur að meginmistökin hafi verið að reka Jónas Kristjánsson, draga úr "ósvífinni" í blaðinu og gera það hallt undir Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina í stað þess að hafa blaðið alltaf í einhvers konar stjórnarandstöðu. Páll segir litla dæmisögu um þetta sem mörgum kann að finnast áhugaverð. Hann segir frá því þegar hann tók viðtal við Kristján Jóhannsson söngvara stuttu fyrir þingkosningarnar 2003:"Ég flaug norður og tók hressilegt viðtal við karlinn sem lét vaða á súðum eins og honum einum er lagið og kom víða við. Fátt var þar um pólitík enda Kristján seint talinn mjög pólitískur. Hann notaði þó tækifærið og átaldi yfirvöld menntamála nokkuð harkalega fyrir það sem hann kallaði svik á loforðum um byggingu tónlistarhúss. Það voru ekki nýjar fréttir og flokkuðust ekki sem politísk bomba í mínum huga. Seint á föstudegi sat ég við skjá með umbrotsmanni og gekk frá viðtalinu og forsíðu blaðsins. Jónas Haraldsson kom til okkar og leit yfir útlínur málsins og í samræðum okkar kom fram að eitthvað segði Kristján um menntamálaráðherra. Jónas varpaði öndinni nokkuð mæðulega og taldi best að hann læsi þetta yfir. Ólafur Teitur Guðnason, sem aldrei var titlaður annað en blaðamaður á ritstjórn DV, var með vinnustöð rétt hjá og hefur eflaust heyrt umræður okkar. Ég held að hann hafi flett upp viðtalinu í vinnslukerfinu því ég heyrði skyndilega að hann æpti upp yfir sig: "Þetta er algerlega massívur áróður gegn Sjálfstæðisflokknum. Við verðum að laga þetta." Skömmu síðar voru hann og Jónas sestir yfir viðtalið í próförkum og farnir að reyna að berja í brestina. Ég kvaddi þá félaga og gekk út í vorregnið og fann að ég var búinn að fá nóg."Segir Páll Ásgeir í TMM...
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira