Breytingar á útgáfutíma veðurspáa hjá Veðurstofu Íslands taka gildi í dag. "Breytingar eru gerðar til að laga gerð og miðlun veðurspáa að þeim tímum sem nýjustu tölvureiknaðar veðurspár eru tilbúnar," segir á vef stofnunarinnar. Nýjar spár eru birtar strax á vef Veðurstofunnar, www.vedur.is, á textavarpi Ríkisútvarpsins og í símsvara Veðurstofunnar (902-0600).
Í veðurfregnatíma á Rás 1 klukkan 16:08 verður einnig veðurlýsing fyrir nokkrar strandstöðvar í kringum landið ásamt stuttri landspá og veðurhorfum næstu daga. "Lestur stuttra veðurspáa á RÚV verður með óbreyttu sniði."