Miklu betri en Beckham 9. nóvember 2005 08:00 Juninho getur skotið yfir vegginn, í gegnum hann eða framhjá honum. Enginn getur lesið spyrnur hans, segir markvörður Lyon. "Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann. Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
"Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira