Huga þurfi að ráðandi matvöruverslunum 8. desember 2005 09:00 Ásta Möller spurði viðskiptaráðherra hvort grípa ætti til aðgerða gegn stórum keðjum matvöruverslana hér á landi svipað og gert hefði verið í Bretlandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ber saman umhverfi matvöruverslana í Bretlandi og Íslandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðu til þess að huga að aðgerðum gegn samþjöppun í matvöruverslun hér á landi. Hún spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á Alþingi á mánudag hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa til sömu aðgerða og í Bretlandi þar sem þingnefnd fjallar nú um aðgerðir gegn samþjöppun og markaðsráðandi stöðu verslunarkeðjunnar Tesco. "Verslunarkeðjan Tesco hefur jafnt og þétt aukið hlutdeild sína í um 30 prósent... Á síðustu fjórum árum hafa 20 prósent sjálfstæðra verslana lagt þar upp laupana... Yfirburðastaða keðjunnar gerir henni kleift að standa undir undirboðum og óheilbrigðum verslunarháttum." Ásta taldi að samþjöppun á íslenskum matvörumarkaði í nafni Baugs væri mun meiri en samþjöppun sú sem rædd væri í Bretlandi. Hún vísaði meðal annars til greinar Jónasar Haralz og Jóhanns J. Ólafssonar í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, en þar er talað um ribbaldaskeið ungs kapítalisma sem aðrar þjóðir hafi gengið í gegnum á mismunandi tímum. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra kvaðst ekki hlutast til um störf Samkeppniseftirlitsins en það byggði starfsemi sína á reglum sem væru í gildi um alla Evrópu. Hún kvaðst gera ráð fyrir að það sinnti verkum sínum. "Ég er hissa á að heyra þessar áherslur hjá háttvirtum þingmanni með tilliti til þess að við gengum í gegnum heilmikla vinnu hér á síðasta þingi, fyrst í nefnd sem ég skipaði og þar voru fulltrúar samstarfsflokksins... Ég gerði mér ekki grein fyrir á þeim tíma að það væru uppi aðrar hugmyndir í Sjálfstæðisflokknum í sambandi við þetta mál," sagði Valgerður. Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ber saman umhverfi matvöruverslana í Bretlandi og Íslandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðu til þess að huga að aðgerðum gegn samþjöppun í matvöruverslun hér á landi. Hún spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á Alþingi á mánudag hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa til sömu aðgerða og í Bretlandi þar sem þingnefnd fjallar nú um aðgerðir gegn samþjöppun og markaðsráðandi stöðu verslunarkeðjunnar Tesco. "Verslunarkeðjan Tesco hefur jafnt og þétt aukið hlutdeild sína í um 30 prósent... Á síðustu fjórum árum hafa 20 prósent sjálfstæðra verslana lagt þar upp laupana... Yfirburðastaða keðjunnar gerir henni kleift að standa undir undirboðum og óheilbrigðum verslunarháttum." Ásta taldi að samþjöppun á íslenskum matvörumarkaði í nafni Baugs væri mun meiri en samþjöppun sú sem rædd væri í Bretlandi. Hún vísaði meðal annars til greinar Jónasar Haralz og Jóhanns J. Ólafssonar í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, en þar er talað um ribbaldaskeið ungs kapítalisma sem aðrar þjóðir hafi gengið í gegnum á mismunandi tímum. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra kvaðst ekki hlutast til um störf Samkeppniseftirlitsins en það byggði starfsemi sína á reglum sem væru í gildi um alla Evrópu. Hún kvaðst gera ráð fyrir að það sinnti verkum sínum. "Ég er hissa á að heyra þessar áherslur hjá háttvirtum þingmanni með tilliti til þess að við gengum í gegnum heilmikla vinnu hér á síðasta þingi, fyrst í nefnd sem ég skipaði og þar voru fulltrúar samstarfsflokksins... Ég gerði mér ekki grein fyrir á þeim tíma að það væru uppi aðrar hugmyndir í Sjálfstæðisflokknum í sambandi við þetta mál," sagði Valgerður.
Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira