Hættustigi aflýst á Bíldudal 25. janúar 2005 00:01 Að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Bíldudal og er íbúum, sem þurftu að rýma heimili sín í gærkvöldi, heimilt að fara heim á ný.Í gærkvöldi lýsti Veðurstofan yfir hættustigi á Bíldudal vegna snjóflóðahættu úr Gilsbakkagili og Búðargili. Ákveðið var að rýma fjögur hús með samtals níu íbúum næst farvegi Gilsbakkagils og var rýmingu lokið um klukkan 22. Að athuguðu máli var ekki talin ástæða til rýmingar húsa í námunda við farveg Búðargils. Viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu verður þó enn um sinn og snjóeftirliti verður haldið áfram og fylgst grannt með snjóalögum. Hús á Bíldudal hafa ekki áður verið rýmd í vetur og við lá að rýma þyrfti nokkur hús á Patreksfirði þar sem snjór í gili þar var orðinn krabamettaður og mikill þungi var að hlaðast upp. Starfsmenn bæjarins náðu hins vegar að létta á uppsöfnun í gilinu. Viðbúnaðarstigi var aflétt á norðanverðurm Vestfjörðum í gær en þar ringdi mikið í hlýjum vindi í gærkvöldi og var gríðarleg bráðnun. Bæjarstarfsmenn á Ísafirði unnu fram á nótt við að dæla upp úr stífluðum niðurföllum og víða höfðu vatnsrásir við þjóðveginn um Ísafjarðardjúp stíflast þannig að vatn rann yfir veginn. Ekki er þó vitað um vegaskemmdir. Snjóflóð féll á veginn á milli Reykhóla og Flókalundar, skammt fyrir ofan bæinn Auðshaug, og stefndi þar á fjárhús en nam staðar áður en þangað var komið. Vegurinn er enn lokaður vegna þess. Annars er ekki vitað um snjóflóð í grennd vi byggð vestra en viðbúið er að þau hafi fallið hér og þar án þess að valda tjóni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Bíldudal og er íbúum, sem þurftu að rýma heimili sín í gærkvöldi, heimilt að fara heim á ný.Í gærkvöldi lýsti Veðurstofan yfir hættustigi á Bíldudal vegna snjóflóðahættu úr Gilsbakkagili og Búðargili. Ákveðið var að rýma fjögur hús með samtals níu íbúum næst farvegi Gilsbakkagils og var rýmingu lokið um klukkan 22. Að athuguðu máli var ekki talin ástæða til rýmingar húsa í námunda við farveg Búðargils. Viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu verður þó enn um sinn og snjóeftirliti verður haldið áfram og fylgst grannt með snjóalögum. Hús á Bíldudal hafa ekki áður verið rýmd í vetur og við lá að rýma þyrfti nokkur hús á Patreksfirði þar sem snjór í gili þar var orðinn krabamettaður og mikill þungi var að hlaðast upp. Starfsmenn bæjarins náðu hins vegar að létta á uppsöfnun í gilinu. Viðbúnaðarstigi var aflétt á norðanverðurm Vestfjörðum í gær en þar ringdi mikið í hlýjum vindi í gærkvöldi og var gríðarleg bráðnun. Bæjarstarfsmenn á Ísafirði unnu fram á nótt við að dæla upp úr stífluðum niðurföllum og víða höfðu vatnsrásir við þjóðveginn um Ísafjarðardjúp stíflast þannig að vatn rann yfir veginn. Ekki er þó vitað um vegaskemmdir. Snjóflóð féll á veginn á milli Reykhóla og Flókalundar, skammt fyrir ofan bæinn Auðshaug, og stefndi þar á fjárhús en nam staðar áður en þangað var komið. Vegurinn er enn lokaður vegna þess. Annars er ekki vitað um snjóflóð í grennd vi byggð vestra en viðbúið er að þau hafi fallið hér og þar án þess að valda tjóni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira