Skortir grunnþekkingu varnarleiks 3. febrúar 2005 00:01 Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. "Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktíkinni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,” segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórliðin Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. “Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnarleik.” Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kortlagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aftur. “Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handboltans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinnar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,” segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. “Þorbjörn Jensson var til dæmis heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálfari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta misjafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,” segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. “Viggó Sigurðsson sagði sjálfur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,” segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönnum að spila vörn. “Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlutverk manna í vörninni er. Ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.” Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. "Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktíkinni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,” segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórliðin Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. “Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnarleik.” Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kortlagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aftur. “Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handboltans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinnar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,” segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. “Þorbjörn Jensson var til dæmis heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálfari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta misjafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,” segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. “Viggó Sigurðsson sagði sjálfur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,” segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönnum að spila vörn. “Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlutverk manna í vörninni er. Ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sjá meira