Fórum of mjúkum höndum um Roland 16. febrúar 2005 00:01 Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín. Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sjá meira
Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sjá meira