Stam semur við Milan

Hollenski miðvörðurinn Jaap Stam hefur framlengt samning sinn við AC Milan um eitt ár. Varnarjaxlinn, sem átti þátt í því með liði sínu að slá út fyrrum félaga sína í Manchester United í Meistaradeildinni, verður því hjá Mílanóliðinu út tímabilið 2006-2007. Samningur hans var að renna út, en Milan hefur nú tryggt sér þjónustu hins 32ja ára gamla hollenska landslismanns í ár í viðbót.