Á Kúbu er lífið frekar afslappað og tíminn virðist standa í stað enda hefur Kúba haldist óbreytt í gegnum árin. Sveitin og strendurnar eru tilvaldir staðir fyrir göngufólk, hjólafólk og þá sem vilja bara sitja í rólegheitunum og reykja einn vænan vindil undir pálmatré. Eyjan hefur upp á margt að bjóða enda Kúba með eindæmum falleg og býður upp á hreinar strendur, fjölbreytta flóru og stórbrotið landslag sem heillar göngufólk. Fyrir flesta ferðamenn er Kúba þó þekktust fyrir gamla ameríska bíla, vindla, romm og skemmtun.
Nokkrar staðreyndir um Kúbu
Höfuðborg: Havana
Ríkisstjórn: Kommúnistar
Forseti: Fídel Castro
Tungumál: Spænska
Gjaldmiðill: Pesós
Stærð: 110.860 ferkílómetrar
Íbúafjöldi: Rúmlega 11 milljónir
Heitasti mánuðurinn: Júlí
Kaldasti mánuðurinn: Janúar
Rigningartímabil: Maí - október
