Dujshebaev hættur og fer að þjálfa 10. mars 2005 00:01 Einn besti handboltamaður heims síðustu ár, Talant Dujshebaev, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna næsta sumar. Hann er þó ekki hættur afskiptum af handbolta því hann ætlar að taka við þjálfun liðsins sem hann spilar með - Ciudad Real. Þetta staðfesti félagi hans hjá Ciudad Real í gær, Ólafur Stefánsson, en að hans sögn er almenn ánægja með þessar fréttir enda er núverandi þjálfari liðsins, Juan de dios Roman, ekki í miklum metum hjá flestum leikmönnum liðsins. "Mér líst geysilega vel á að fá hann sem þjálfara. Hann er með mjög góðar hugmyndir og núna verður gert eitthvað af viti hérna," sagði Ólafur sem hefur áður gagnrýnt Roman þjálfara. "Það hefur lítið verið gert af viti hérna undanfarið og alls kyns vitleysa í gangi. Dujshebaev ætlar að breyta þessu öllu. Hann ætlar að láta okkur æfa almennilega á undirbúningstímabilinu og hefur lofað því að menn muni spýta blóði. Svo verður líka einhver skynsemi í taktík, varnarleik og öðru. Mér líst verulega vel á þetta allt saman." Ólafur er mjög jákvæður fyrir næstu leiktíð þótt Ciudad sé búið að kaupa Petar Metlicic og Jon Belaustegui sem báðir leika í sömu stöðu og Ólafur. Belaustegui kemur ekki næsta vetur því Ciudad hefur ákveðið að lána hann til Hamburg í eina leiktíð. "Ég er búinn að ræða málin við Dujshebaev og hann ætlar að nota mig almennilega. Þetta verður spennandi vetur," sagði Ólafur Stefánsson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Einn besti handboltamaður heims síðustu ár, Talant Dujshebaev, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna næsta sumar. Hann er þó ekki hættur afskiptum af handbolta því hann ætlar að taka við þjálfun liðsins sem hann spilar með - Ciudad Real. Þetta staðfesti félagi hans hjá Ciudad Real í gær, Ólafur Stefánsson, en að hans sögn er almenn ánægja með þessar fréttir enda er núverandi þjálfari liðsins, Juan de dios Roman, ekki í miklum metum hjá flestum leikmönnum liðsins. "Mér líst geysilega vel á að fá hann sem þjálfara. Hann er með mjög góðar hugmyndir og núna verður gert eitthvað af viti hérna," sagði Ólafur sem hefur áður gagnrýnt Roman þjálfara. "Það hefur lítið verið gert af viti hérna undanfarið og alls kyns vitleysa í gangi. Dujshebaev ætlar að breyta þessu öllu. Hann ætlar að láta okkur æfa almennilega á undirbúningstímabilinu og hefur lofað því að menn muni spýta blóði. Svo verður líka einhver skynsemi í taktík, varnarleik og öðru. Mér líst verulega vel á þetta allt saman." Ólafur er mjög jákvæður fyrir næstu leiktíð þótt Ciudad sé búið að kaupa Petar Metlicic og Jon Belaustegui sem báðir leika í sömu stöðu og Ólafur. Belaustegui kemur ekki næsta vetur því Ciudad hefur ákveðið að lána hann til Hamburg í eina leiktíð. "Ég er búinn að ræða málin við Dujshebaev og hann ætlar að nota mig almennilega. Þetta verður spennandi vetur," sagði Ólafur Stefánsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira