Chicago 2 - Washington 1 1. maí 2005 00:01 Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira