Phoenix 4 - Memphis 0 2. maí 2005 00:01 Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig. NBA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig.
NBA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira