Niðurlægðir í framlengingu 16. júlí 2005 00:01 FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. FH skoraði fjögur mörk í framlenginunni og allir þrír varamenn liðsins voru þá á skotskónum.Leikurinn var annars frábær skemmtun, færi á báða bóga allan tímann og bæði lið gerðu tilkall til farðmiðans í undanúrslitin.Skagamenn fengu óskabyrjun þegar Andri Júlíusson kom þ eim yfir eftir aðeins 3 mínútna leik með skalla af markteig og Andri ásamt eldfljótum félögum sínum í Skagasókninni, Ellerti Jóni Björnssyni og Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, átti eftir að stríða varnarmönnum FH margoft í leiknum. FH-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur góð færi en Bjarki Guðmundsson var í miklu stuði í marki ÍA og varði meðal annars vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson bætti fyrir vítaspyrnuna sem hann klúðraði í fyrri hálfleik með því að skora og leggja upp mark fyrir varamanninn Jóns Þorgríms Stefánssonar sem kom FH í 2-1 og braut niður mótstöðu Skagamanna sem höfðu megnið af leiknum gert Íslandsmeisturunum lífið leitt. Það var nefnilega ekki margt í spilunum þegar Ólafur Jóhannesson blés til sóknar þegar hálftími var eftir af leiknum en innkoma þeirra Jóns Þorgríms Stefánssonar og Jónasar Grana Garðarsson lífgaði mikið upp á sóknarleik FH-liðsins og innan 10 mínútna var Tryggvi Guðmundsson búinn að jafna leikinn með viðstöðulausu skoti eftir laglega sókn og sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Jón Þorgrímur, Jónas Grani og þriðji varamaðurinn Atli Viðar Björnsson komust síðan allir á blað ásamt Allan Borgvardt í framlengingunni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna var afar óhress með úrslitin. "Þetta var hörku bikarleikur fyrstu 90 mínúturnar. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í venjulegum leiktíma og það var mikið kjaftshögg að fá á sig þetta jöfnunarmark, því svo vorum við bara niðurlægðir í framlengingunni," sagði Gunnlaugur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að leikurinn hefði verið sínum mönnum erfiður. "Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi í Evrópukeppninni, þannig að ég var dálítið hræddur um að menn færu að þreytast þegar leikurinn fór í framlengingu, en sem betur fer náðum við að klára þetta. Skagamenn voru erfiðir viðureignar, en við náðum að slá þá út af laginu í fljótlega með þessum mörkum í framlengingunni," sagði Ólafur. Íslenski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. FH skoraði fjögur mörk í framlenginunni og allir þrír varamenn liðsins voru þá á skotskónum.Leikurinn var annars frábær skemmtun, færi á báða bóga allan tímann og bæði lið gerðu tilkall til farðmiðans í undanúrslitin.Skagamenn fengu óskabyrjun þegar Andri Júlíusson kom þ eim yfir eftir aðeins 3 mínútna leik með skalla af markteig og Andri ásamt eldfljótum félögum sínum í Skagasókninni, Ellerti Jóni Björnssyni og Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, átti eftir að stríða varnarmönnum FH margoft í leiknum. FH-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur góð færi en Bjarki Guðmundsson var í miklu stuði í marki ÍA og varði meðal annars vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson bætti fyrir vítaspyrnuna sem hann klúðraði í fyrri hálfleik með því að skora og leggja upp mark fyrir varamanninn Jóns Þorgríms Stefánssonar sem kom FH í 2-1 og braut niður mótstöðu Skagamanna sem höfðu megnið af leiknum gert Íslandsmeisturunum lífið leitt. Það var nefnilega ekki margt í spilunum þegar Ólafur Jóhannesson blés til sóknar þegar hálftími var eftir af leiknum en innkoma þeirra Jóns Þorgríms Stefánssonar og Jónasar Grana Garðarsson lífgaði mikið upp á sóknarleik FH-liðsins og innan 10 mínútna var Tryggvi Guðmundsson búinn að jafna leikinn með viðstöðulausu skoti eftir laglega sókn og sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Jón Þorgrímur, Jónas Grani og þriðji varamaðurinn Atli Viðar Björnsson komust síðan allir á blað ásamt Allan Borgvardt í framlengingunni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna var afar óhress með úrslitin. "Þetta var hörku bikarleikur fyrstu 90 mínúturnar. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í venjulegum leiktíma og það var mikið kjaftshögg að fá á sig þetta jöfnunarmark, því svo vorum við bara niðurlægðir í framlengingunni," sagði Gunnlaugur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að leikurinn hefði verið sínum mönnum erfiður. "Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi í Evrópukeppninni, þannig að ég var dálítið hræddur um að menn færu að þreytast þegar leikurinn fór í framlengingu, en sem betur fer náðum við að klára þetta. Skagamenn voru erfiðir viðureignar, en við náðum að slá þá út af laginu í fljótlega með þessum mörkum í framlengingunni," sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira