Niðurlægðir í framlengingu 16. júlí 2005 00:01 FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. FH skoraði fjögur mörk í framlenginunni og allir þrír varamenn liðsins voru þá á skotskónum.Leikurinn var annars frábær skemmtun, færi á báða bóga allan tímann og bæði lið gerðu tilkall til farðmiðans í undanúrslitin.Skagamenn fengu óskabyrjun þegar Andri Júlíusson kom þ eim yfir eftir aðeins 3 mínútna leik með skalla af markteig og Andri ásamt eldfljótum félögum sínum í Skagasókninni, Ellerti Jóni Björnssyni og Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, átti eftir að stríða varnarmönnum FH margoft í leiknum. FH-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur góð færi en Bjarki Guðmundsson var í miklu stuði í marki ÍA og varði meðal annars vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson bætti fyrir vítaspyrnuna sem hann klúðraði í fyrri hálfleik með því að skora og leggja upp mark fyrir varamanninn Jóns Þorgríms Stefánssonar sem kom FH í 2-1 og braut niður mótstöðu Skagamanna sem höfðu megnið af leiknum gert Íslandsmeisturunum lífið leitt. Það var nefnilega ekki margt í spilunum þegar Ólafur Jóhannesson blés til sóknar þegar hálftími var eftir af leiknum en innkoma þeirra Jóns Þorgríms Stefánssonar og Jónasar Grana Garðarsson lífgaði mikið upp á sóknarleik FH-liðsins og innan 10 mínútna var Tryggvi Guðmundsson búinn að jafna leikinn með viðstöðulausu skoti eftir laglega sókn og sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Jón Þorgrímur, Jónas Grani og þriðji varamaðurinn Atli Viðar Björnsson komust síðan allir á blað ásamt Allan Borgvardt í framlengingunni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna var afar óhress með úrslitin. "Þetta var hörku bikarleikur fyrstu 90 mínúturnar. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í venjulegum leiktíma og það var mikið kjaftshögg að fá á sig þetta jöfnunarmark, því svo vorum við bara niðurlægðir í framlengingunni," sagði Gunnlaugur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að leikurinn hefði verið sínum mönnum erfiður. "Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi í Evrópukeppninni, þannig að ég var dálítið hræddur um að menn færu að þreytast þegar leikurinn fór í framlengingu, en sem betur fer náðum við að klára þetta. Skagamenn voru erfiðir viðureignar, en við náðum að slá þá út af laginu í fljótlega með þessum mörkum í framlengingunni," sagði Ólafur. Íslenski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. FH skoraði fjögur mörk í framlenginunni og allir þrír varamenn liðsins voru þá á skotskónum.Leikurinn var annars frábær skemmtun, færi á báða bóga allan tímann og bæði lið gerðu tilkall til farðmiðans í undanúrslitin.Skagamenn fengu óskabyrjun þegar Andri Júlíusson kom þ eim yfir eftir aðeins 3 mínútna leik með skalla af markteig og Andri ásamt eldfljótum félögum sínum í Skagasókninni, Ellerti Jóni Björnssyni og Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, átti eftir að stríða varnarmönnum FH margoft í leiknum. FH-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur góð færi en Bjarki Guðmundsson var í miklu stuði í marki ÍA og varði meðal annars vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson bætti fyrir vítaspyrnuna sem hann klúðraði í fyrri hálfleik með því að skora og leggja upp mark fyrir varamanninn Jóns Þorgríms Stefánssonar sem kom FH í 2-1 og braut niður mótstöðu Skagamanna sem höfðu megnið af leiknum gert Íslandsmeisturunum lífið leitt. Það var nefnilega ekki margt í spilunum þegar Ólafur Jóhannesson blés til sóknar þegar hálftími var eftir af leiknum en innkoma þeirra Jóns Þorgríms Stefánssonar og Jónasar Grana Garðarsson lífgaði mikið upp á sóknarleik FH-liðsins og innan 10 mínútna var Tryggvi Guðmundsson búinn að jafna leikinn með viðstöðulausu skoti eftir laglega sókn og sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Jón Þorgrímur, Jónas Grani og þriðji varamaðurinn Atli Viðar Björnsson komust síðan allir á blað ásamt Allan Borgvardt í framlengingunni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna var afar óhress með úrslitin. "Þetta var hörku bikarleikur fyrstu 90 mínúturnar. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í venjulegum leiktíma og það var mikið kjaftshögg að fá á sig þetta jöfnunarmark, því svo vorum við bara niðurlægðir í framlengingunni," sagði Gunnlaugur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að leikurinn hefði verið sínum mönnum erfiður. "Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi í Evrópukeppninni, þannig að ég var dálítið hræddur um að menn færu að þreytast þegar leikurinn fór í framlengingu, en sem betur fer náðum við að klára þetta. Skagamenn voru erfiðir viðureignar, en við náðum að slá þá út af laginu í fljótlega með þessum mörkum í framlengingunni," sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira