Heimir Ríkarðs til Vals 20. júlí 2005 00:01 Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálfari meistaraflokksins og er fyrirhugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi.Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið um að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hafi ráðið mestu um að Valur hafi orðið fyrir valinu. "Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið uppbyggingarstarf í gangi," sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftureldingu svo einhver félög séu nefnd. "Ég vildi halda mig í borginni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi," segir Heimir.Eins og kunnugt er var Heimir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð á meðal handboltaáhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram í unglingaþjálfun þrátt fyrir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistaraflokks. "Ég hef einfaldlega svo gaman að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóð og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur," segir Heimir. Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálfari meistaraflokksins og er fyrirhugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi.Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið um að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hafi ráðið mestu um að Valur hafi orðið fyrir valinu. "Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið uppbyggingarstarf í gangi," sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftureldingu svo einhver félög séu nefnd. "Ég vildi halda mig í borginni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi," segir Heimir.Eins og kunnugt er var Heimir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð á meðal handboltaáhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram í unglingaþjálfun þrátt fyrir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistaraflokks. "Ég hef einfaldlega svo gaman að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóð og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur," segir Heimir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira