Mikill erill eftir Ljósanótt 4. september 2005 00:01 Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Ljósanótt í Reykjaensbæ lauk í gærkvöld klukkan tíu eftir þriggja daga hátíðahöld með flugeldasýningu og skemmtiatriðum um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík, en nafn ljósanætur er dregið af þeim árvissa viðburði. Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar saman komnir en stór hluti hópsins fór heim að loknum hátíðahöldunum. Ekki voru þó allir unglingar sátti við að halda heim klukkan tíu og þurftu lögregla og útideild að hafa afskipti af um 50 ungmennum sem höfðu áfengi um hönd án þess að hafa til þess aldur. Þau voru flutt í svokallaða Öryggis- og upplýsingamiðstöð þaðan sem hringt var í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja unglingana. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp þar sem fimm voru handteknir en málin teljast öll upplýst. Auk þess voru sjö handteknir og færðir í fangageymslur fyrir ölvun og ólæti og voru fimm enn í fangageymslum lögreglunnar klukkan níu í morgun. Þá voru tvö útköll vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að lögð hafi verið rík áhersla á samstarf lögreglu, starfsmanna Reykjanesbæjar og hjálparsveita til að koma í veg fyrir alvarlega árekstra. Þessir aðilar séu sammála um að samstarfið hafi tekist einstaklega vel. Nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og þótt í nokkrum tilvikum hafi fáeinir einstaklingar reynt að kasta rýrð á hátðíðahöldin með drykkjulátum og óspektum á aðfararnótt sunnudags hafi tekist að hafa hemil á þeim þannig að einstaklingar og fjölskyldur skemmtu sér vel alla helgina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Ljósanótt í Reykjaensbæ lauk í gærkvöld klukkan tíu eftir þriggja daga hátíðahöld með flugeldasýningu og skemmtiatriðum um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík, en nafn ljósanætur er dregið af þeim árvissa viðburði. Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar saman komnir en stór hluti hópsins fór heim að loknum hátíðahöldunum. Ekki voru þó allir unglingar sátti við að halda heim klukkan tíu og þurftu lögregla og útideild að hafa afskipti af um 50 ungmennum sem höfðu áfengi um hönd án þess að hafa til þess aldur. Þau voru flutt í svokallaða Öryggis- og upplýsingamiðstöð þaðan sem hringt var í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja unglingana. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp þar sem fimm voru handteknir en málin teljast öll upplýst. Auk þess voru sjö handteknir og færðir í fangageymslur fyrir ölvun og ólæti og voru fimm enn í fangageymslum lögreglunnar klukkan níu í morgun. Þá voru tvö útköll vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að lögð hafi verið rík áhersla á samstarf lögreglu, starfsmanna Reykjanesbæjar og hjálparsveita til að koma í veg fyrir alvarlega árekstra. Þessir aðilar séu sammála um að samstarfið hafi tekist einstaklega vel. Nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og þótt í nokkrum tilvikum hafi fáeinir einstaklingar reynt að kasta rýrð á hátðíðahöldin með drykkjulátum og óspektum á aðfararnótt sunnudags hafi tekist að hafa hemil á þeim þannig að einstaklingar og fjölskyldur skemmtu sér vel alla helgina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira