Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR.
ÍR og Grindavík
Hamar/Selfoss - Fjölnir
Haukar - Skallagrímur
Þór - Njarðvík
Keflavík - KR
Snæfell - Höttur.
Einn leikur er í fyrstu deild kvenna.
Haukar og Keflavík eigast við á Ásvöllum klukkan 17.