Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate er ekki í enska landsliðshópnum sem mætir Argentínu þann 12. nóvember, en þeir David James, Michael Carrick, Paul Koncheski og Wayne Bridge hafa allir verið kallaðir inn í hópinn.
Woodgate hefur leikið vel fyrir Real Madrid síðan hann sneri aftur úr meiðslum á dögunum, en varð nýlega fyrir því óláni að meiðast aftur. Meiðsli hans eru ekki alvarleg, en ekki liggur fyrir hvort meiðslin höfðu áhrif á ákvörðun landsliðsþjálfarans.