George W. Bush Bandaríkjaforseti íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuðstöðvar Al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar í fyrra en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, talaði hann ofan af því á fundi þeirra í Washington í fyrra. Þessu er haldið fram í breska blaðinu Daily Mirror í dag.
Peter Kilfoyle, þingmaður Verkamannaflokksins og fyrrum varnarmálaráðherra, krefst þess að minnispunktar frá fundinum verði gerðir opinberir.