(Enn) Önnur skipulagsmistök í Reykjavík? Skúli Magnússon skrifar 23. janúar 2006 01:34 Fáir myndu neita því að húsið, eða réttara sagt "blokkin", við Vesturgötu 52 til 54 í Reykjavík er áberandi lýti á gamla Vesturbænum og kemst í flokk með mestu skipulagsmistökum í borginni; er þó af ýmsu að taka. Ástæðan er auðvitað sú að blokkin gnæfir yfir nærliggjandi hús og hverfi sem að jafnaði samanstendur af tvílyftum timburhúsum með þriggja hæða steinhúsum á stöku stað, allt með tilheyrandi áhrifum fyrir útsýni, birtu og vindstrengi. Samt er blokkin við Vesturgötu ekki nema fimm hæðir! Skúli MagnússonUm þessar mundir vinna borgaryfirvöld að nýju skipulagi á því svæði í gamla Vesturbænum sem venjulega er kennt við slippinn og Mýrargötu. Fyrir reit sem kenndur er við Ellingsen og stendur vestast á Mýrargötu liggur fyrir samþykkt deiliskipulag um 7 hæða blokk. Fyrir reit fyrir vestan Héðinshúsið (Loftkastalann) liggur fyrir deiliskipulagstillaga um 8 hæða blokk. Fyrir svæðið í heild liggur fyrir rammaskipulagstillaga, þar sem gert er ráð fyrir því að byggingar verði almennt 5-7 hæðir með þeirri einu undantekningu að við Nýlendugötu á byggðin að vera (aðeins) allt að 5 hæðum. Samkvæmt tillögum borgaryfirvalda eiga við sjóinn að rísa 6 hæða byggingar sem munu væntanlega taka af allt útsýni til sjávar og loka gamla bæinn inni. Sumum kann e.t.v. að finnast það skoplegt að yfirlýst markmið með þessu rammaskipulagi er "lág byggð, 3 til 5 hæðir, uppleyst að hluta, opin í senn á móti sólarátt og að sjó." Íbúum í hverfinu er þó tæplega hlátur í hug. Hvernig dettur einhverjum í hug að leggja fram tillögur um 5 til 7 hæða byggð í gamla Vesturbænum þegar að vítin til að varast eru svo borðliggjandi? Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, hefur á fundum með íbúum vakið athygli á því að landið halli í átt sjávar og því hljóti allir að sjá að það sé í góðu lagi að byggingar hækki eftir því sem landið lækki. Með þessum rökum væri auðvitað hægt að miða hæð byggðar á Mýrargötu-Slippsvæðinu við Landakotsspítala og byggja þar með 80 hæða skýjakljúfa með fram sjónum. Og e.t.v. er það þetta sem byggingaryfirvöld hefðu helst hafa viljað gera, ef þau hefðu ein verið í ráðum. Einhvers konar virðing fyrir byggðinni sem fyrir er, virðist a.m.k. algerlega hafa vikið fyrir eftirsókn í hámarksbyggingarmagn á hvern mögulegan byggjanlegan fermetra, auðvitað með tilheyrandi vandamálum fyrir dagvistun, skólakerfi, umferð og bílastæði. Stefnum við hraðbyri að enn einu skipulagsslysinu í Reykjavík?Höfundur er íbúi við Bakkastíg í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fáir myndu neita því að húsið, eða réttara sagt "blokkin", við Vesturgötu 52 til 54 í Reykjavík er áberandi lýti á gamla Vesturbænum og kemst í flokk með mestu skipulagsmistökum í borginni; er þó af ýmsu að taka. Ástæðan er auðvitað sú að blokkin gnæfir yfir nærliggjandi hús og hverfi sem að jafnaði samanstendur af tvílyftum timburhúsum með þriggja hæða steinhúsum á stöku stað, allt með tilheyrandi áhrifum fyrir útsýni, birtu og vindstrengi. Samt er blokkin við Vesturgötu ekki nema fimm hæðir! Skúli MagnússonUm þessar mundir vinna borgaryfirvöld að nýju skipulagi á því svæði í gamla Vesturbænum sem venjulega er kennt við slippinn og Mýrargötu. Fyrir reit sem kenndur er við Ellingsen og stendur vestast á Mýrargötu liggur fyrir samþykkt deiliskipulag um 7 hæða blokk. Fyrir reit fyrir vestan Héðinshúsið (Loftkastalann) liggur fyrir deiliskipulagstillaga um 8 hæða blokk. Fyrir svæðið í heild liggur fyrir rammaskipulagstillaga, þar sem gert er ráð fyrir því að byggingar verði almennt 5-7 hæðir með þeirri einu undantekningu að við Nýlendugötu á byggðin að vera (aðeins) allt að 5 hæðum. Samkvæmt tillögum borgaryfirvalda eiga við sjóinn að rísa 6 hæða byggingar sem munu væntanlega taka af allt útsýni til sjávar og loka gamla bæinn inni. Sumum kann e.t.v. að finnast það skoplegt að yfirlýst markmið með þessu rammaskipulagi er "lág byggð, 3 til 5 hæðir, uppleyst að hluta, opin í senn á móti sólarátt og að sjó." Íbúum í hverfinu er þó tæplega hlátur í hug. Hvernig dettur einhverjum í hug að leggja fram tillögur um 5 til 7 hæða byggð í gamla Vesturbænum þegar að vítin til að varast eru svo borðliggjandi? Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, hefur á fundum með íbúum vakið athygli á því að landið halli í átt sjávar og því hljóti allir að sjá að það sé í góðu lagi að byggingar hækki eftir því sem landið lækki. Með þessum rökum væri auðvitað hægt að miða hæð byggðar á Mýrargötu-Slippsvæðinu við Landakotsspítala og byggja þar með 80 hæða skýjakljúfa með fram sjónum. Og e.t.v. er það þetta sem byggingaryfirvöld hefðu helst hafa viljað gera, ef þau hefðu ein verið í ráðum. Einhvers konar virðing fyrir byggðinni sem fyrir er, virðist a.m.k. algerlega hafa vikið fyrir eftirsókn í hámarksbyggingarmagn á hvern mögulegan byggjanlegan fermetra, auðvitað með tilheyrandi vandamálum fyrir dagvistun, skólakerfi, umferð og bílastæði. Stefnum við hraðbyri að enn einu skipulagsslysinu í Reykjavík?Höfundur er íbúi við Bakkastíg í Reykjavík.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar