Fréttir af fólki 21. júlí 2006 08:00 Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif.is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Heljarmennið hélt til dúntekja og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöldungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heimasíðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforðinn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæðinu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar konunnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum, skrifar Magni á heimasíðunni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið bitch ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir tík. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttakendurnir. Rock Star Supernova Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira
Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif.is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Heljarmennið hélt til dúntekja og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöldungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heimasíðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforðinn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæðinu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar konunnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum, skrifar Magni á heimasíðunni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið bitch ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir tík. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttakendurnir.
Rock Star Supernova Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira