Barist um sætin á þingi Framsóknar 12. ágúst 2006 09:00 listarnir skoðaðir Erill var á skrifstofu Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í gær. Hér sjást Ragna Ívars, Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri og Einar Gunnar Einarsson skoða hluta kjörbréfanna sem framsóknarfélög víða af landinu skiluðu síðdegis. Stjórnmál Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Framsóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og núverandi ritari flokksins, tilkynnti um framboð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaðurinn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sækist áfram eftir embættinu, en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson og fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. "Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns," segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan koma 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokksþingið eru valdir á fundum félaganna, og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. "Það var barátta. Það voru 171 sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið og við höfum sjötíu sæti." Frestur félaga til að skila kjörbréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara, og er heimilt að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjörseðilinn. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Stjórnmál Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Framsóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og núverandi ritari flokksins, tilkynnti um framboð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaðurinn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sækist áfram eftir embættinu, en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson og fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. "Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns," segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan koma 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokksþingið eru valdir á fundum félaganna, og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. "Það var barátta. Það voru 171 sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið og við höfum sjötíu sæti." Frestur félaga til að skila kjörbréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara, og er heimilt að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjörseðilinn.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent