Fernando Alonso og Renault meistarar 23. október 2006 11:00 alonso og schumacher Fernando Alonso tryggði sér heimsmeistaratitilinn en hann er hér við hlið Michaels Schumachers sem tók í gær þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum. MYND/nordicphotos/getty images Þetta hefur verið frábær helgi. Ég vissi það að ég þyrfti bara eitt stig til að vinna meistaratitilinn en markmiðið var líka að tryggja okkur sigur í keppni bílasmiða. Það tókst og tilfinningin er bara frábær, sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault, sem tryggði sér í gær heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1 þegar hann varð annar í kappakstrinum í Brasilíu. Það var heimamaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sem kom fyrstur í mark í kappakstrinum í gær. Þetta var síðasta keppni Michael Schumacher í Formúlu-1 en hann ætlar nú að fara að snúa sér að fjölskyldulífinu. Fyrir síðustu keppnina átti hann smá möguleika á heimsmeistaratitlinum en þá hefði hann þurft að sigra og treysta á að Alonso fengi ekki stig. Það hefur verið frábært að fá að keppa við Michael og ég vil nota tækifærið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Það gerir titla mína verðmætari að hafa unnið þá meðan hann var enn á brautinni, sagði Alonso sem vann heimsmeistaratitilinn einnig í fyrra. Schumacher endaði í fjórða sæti kappakstursins í gær en dekk sprakk á bíl hans snemma keppninnar. Í heildarstigakeppninni endaði Alonso með þrettán stigum meira en Schumacher en 41 stigi þar á eftir kom Massa. Renault vann nauman sigur í keppni bílasmiða, með fimm stigum meira en Ferrari. Íþróttir Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þetta hefur verið frábær helgi. Ég vissi það að ég þyrfti bara eitt stig til að vinna meistaratitilinn en markmiðið var líka að tryggja okkur sigur í keppni bílasmiða. Það tókst og tilfinningin er bara frábær, sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault, sem tryggði sér í gær heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1 þegar hann varð annar í kappakstrinum í Brasilíu. Það var heimamaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sem kom fyrstur í mark í kappakstrinum í gær. Þetta var síðasta keppni Michael Schumacher í Formúlu-1 en hann ætlar nú að fara að snúa sér að fjölskyldulífinu. Fyrir síðustu keppnina átti hann smá möguleika á heimsmeistaratitlinum en þá hefði hann þurft að sigra og treysta á að Alonso fengi ekki stig. Það hefur verið frábært að fá að keppa við Michael og ég vil nota tækifærið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Það gerir titla mína verðmætari að hafa unnið þá meðan hann var enn á brautinni, sagði Alonso sem vann heimsmeistaratitilinn einnig í fyrra. Schumacher endaði í fjórða sæti kappakstursins í gær en dekk sprakk á bíl hans snemma keppninnar. Í heildarstigakeppninni endaði Alonso með þrettán stigum meira en Schumacher en 41 stigi þar á eftir kom Massa. Renault vann nauman sigur í keppni bílasmiða, með fimm stigum meira en Ferrari.
Íþróttir Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira