Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár 4. nóvember 2006 10:30 Sissel Kyrkjebø syngur jólin inn fyrir milljónir Evrópubúa frá Hallgrímskirkju. Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónleikarnir, sem heita European Divas, koma í staðinn fyrir árlega tónleika íslensku Frostrósanna en þær troðfylltu Höllina í fyrra. Reikna má með að Kyrkjebø njóti fulltingis annarra evrópskra söngkvenna. Það er útgáfufyrirtækið Frost sem stendur að þessum glæsilegu tónleikum en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá fyrirtækinu og var vísað til blaðamannafundar sem væntanlega verður haldinn á mánudaginn. Sissel Kyrkjebø kom hingað til lands fyrir tæpu ári og hélt rómaða tónleika í Háskólabíói þar sem færri komust að en vildu. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Nordisk Vinternatt þar sem norska dívan söng meðal annars Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson á íslensku og verður fróðlegt að sjá hvort Kyrkjebø taki íslenskt jólalag upp á sína arma. Hallgrímskirkja verður jafnframt lögð undir sérstaka sjónvarpsútsendingu sem send verður út til tíu Evrópulanda og verður ekki selt inn á þá tónleika, en þarna verður um að ræða einn stærsta sjónvarpsviðburð sem Íslendingar hafa lagt í. Sissel mun því syngja inn jólin fyrir milljónir Evrópubúa frá Íslandi og þykir þetta vera einstök kynning fyrir bæði Reykjavík og landið sjálft. Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónleikarnir, sem heita European Divas, koma í staðinn fyrir árlega tónleika íslensku Frostrósanna en þær troðfylltu Höllina í fyrra. Reikna má með að Kyrkjebø njóti fulltingis annarra evrópskra söngkvenna. Það er útgáfufyrirtækið Frost sem stendur að þessum glæsilegu tónleikum en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá fyrirtækinu og var vísað til blaðamannafundar sem væntanlega verður haldinn á mánudaginn. Sissel Kyrkjebø kom hingað til lands fyrir tæpu ári og hélt rómaða tónleika í Háskólabíói þar sem færri komust að en vildu. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Nordisk Vinternatt þar sem norska dívan söng meðal annars Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson á íslensku og verður fróðlegt að sjá hvort Kyrkjebø taki íslenskt jólalag upp á sína arma. Hallgrímskirkja verður jafnframt lögð undir sérstaka sjónvarpsútsendingu sem send verður út til tíu Evrópulanda og verður ekki selt inn á þá tónleika, en þarna verður um að ræða einn stærsta sjónvarpsviðburð sem Íslendingar hafa lagt í. Sissel mun því syngja inn jólin fyrir milljónir Evrópubúa frá Íslandi og þykir þetta vera einstök kynning fyrir bæði Reykjavík og landið sjálft.
Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira