Meinleg málsvörn borgarstjóra Dagur B. Eggertsson skrifar 30. nóvember 2006 05:00 Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar