AC Milan vann nauman sigur á Parma í kvöldleiknum á Ítalíu í kvöld, en Milanomenn máttu þakka fyrir að fara með sigur af hólmi 4-3, eftir að hafa náð 3-1 forystu í leiknum. Gilardino, Kaka og Shevchenko skoruðu mörk Milan í leiknum og eitt markið var sjálfsmark, en Marchionni skoraði tvö mörk fyrir Parma og Cannavaro eitt.
