Fazmofélagi kýldi Sveppa 9. janúar 2006 19:09 Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Ráðist var á Sverri Þór Sverrisson eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður fyrir utan Hverfisbarinn aðfaranótt sunnudags og hann kýldur í andlitið. Eins og greint var frá í DV í dag lék Sveppi í leiksýningunni Kalli á þakinu á sunnudeginum og mátti sjá hann þar með glóðarauga. Sveppi sagðist í samtali við NFS í dag ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði að kæra árásina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Árásarmaðurinn er í vinahópi sem hefur verið kallaður fazmo-hópurinn og hélt meðal annars úti heimasíðu á síðasta ári. Á heimasíðunni mátti finna sögur um slagsmál hópmeðlima þar sem þeir gortuðu sig af líkamsárásum. Fjallað var um síðuna í fjölmiðlum og voru gortsögurnar fjarlægðar. Síðar á árinu ákváðu einhverjir hópmeðlima að snúa við blaðinu og taka þátt í starfi gegn ofbeldi með v-dagssamtökunum og má lesa um það á nýlegri síðu sem kallast tveir.is. Hvort slagorðið ofbeldið burt hjá Fazmo-strákunum eigi bara við um ofbeldi gegn konum liggur ekki fyrir. Á sömu síðu er áskoranahorn þar sem sá sem réðst á Sveppa tekur við áskorunum gesta síðunnar. Þessar áskoranir má svo horfa á á síðunni og er ekki hægt að segja annað en þeim svipi mjög til þeirra áskorana sem Sveppi tekur ásamt félögum sínum í þættinum Strákunum á Stöð 2. Af því mætti kannski ætla að árásarmaðurinn virtist hafa eitthvert dálæti á Strákunum eða alla vega á uppátækjum þeirra. En þær áskornir sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er meðal annars að pissa á sig og láta júdókappa berja á sér. Á síðunni má einnig sjá mynd af Auðuni Blöndal, félaga Sveppa úr Strákunum. Samkvæmt heimildum NFS hefur árásarmaðurinn verið kærður 28 sinnum fyrir líkamsárásir frá árinu 1998. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Ráðist var á Sverri Þór Sverrisson eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður fyrir utan Hverfisbarinn aðfaranótt sunnudags og hann kýldur í andlitið. Eins og greint var frá í DV í dag lék Sveppi í leiksýningunni Kalli á þakinu á sunnudeginum og mátti sjá hann þar með glóðarauga. Sveppi sagðist í samtali við NFS í dag ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði að kæra árásina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Árásarmaðurinn er í vinahópi sem hefur verið kallaður fazmo-hópurinn og hélt meðal annars úti heimasíðu á síðasta ári. Á heimasíðunni mátti finna sögur um slagsmál hópmeðlima þar sem þeir gortuðu sig af líkamsárásum. Fjallað var um síðuna í fjölmiðlum og voru gortsögurnar fjarlægðar. Síðar á árinu ákváðu einhverjir hópmeðlima að snúa við blaðinu og taka þátt í starfi gegn ofbeldi með v-dagssamtökunum og má lesa um það á nýlegri síðu sem kallast tveir.is. Hvort slagorðið ofbeldið burt hjá Fazmo-strákunum eigi bara við um ofbeldi gegn konum liggur ekki fyrir. Á sömu síðu er áskoranahorn þar sem sá sem réðst á Sveppa tekur við áskorunum gesta síðunnar. Þessar áskoranir má svo horfa á á síðunni og er ekki hægt að segja annað en þeim svipi mjög til þeirra áskorana sem Sveppi tekur ásamt félögum sínum í þættinum Strákunum á Stöð 2. Af því mætti kannski ætla að árásarmaðurinn virtist hafa eitthvert dálæti á Strákunum eða alla vega á uppátækjum þeirra. En þær áskornir sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er meðal annars að pissa á sig og láta júdókappa berja á sér. Á síðunni má einnig sjá mynd af Auðuni Blöndal, félaga Sveppa úr Strákunum. Samkvæmt heimildum NFS hefur árásarmaðurinn verið kærður 28 sinnum fyrir líkamsárásir frá árinu 1998.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent