Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og hófst sá fyrsti kl. 14:00 þar sem topplið ÍBV tekur á móti Fram í Eyjum. Kl. 16:15 mætast í nágrannaslag liðin í öðru og þriðja sæti, FH og Haukar. ÍBV er fyrir leiki dagsins með 15 stig á toppnum en Hafnarfjarðarliðin með 14 stig.
Leikir dagsins:
Vestmannaeyjar 14.00ÍBV - Fram
Laugardalshöll 15.00Valur - Víkingur
KA heimilið 15.00KA/Þór - Stjarnan
Seltjarnarnes 16.15Grótta - HK
Kaplakriki 16.15FH - Haukar

