Er hægt að kaupa þitt atkvæði? 31. janúar 2006 11:48 Mér blöskrar svo sú umræða sem á sér oft stað í kringum kosningar í sambandi við ungmenni. Það þarf að ná til þeirra sem eru á þeim aldri þar sem að skipulagsmál og fjölskyldustefna skipta ekki heimsins mesta máli. Hvað er hægt að gera til að ná til þessa aldurshóps? Jú bjóðum upp á bjór og pizzu - ef það virkar ekki þá virkar ekki neitt! Því miður er þetta viðkvæðið hjá mörgu ráðafólki flokkanna. Þau lofa öllu fögru í sambandi við fíkniefnamál og öryggisgæslu í miðbænum á daginn en skipta svo um gír þegar nær dregur kvöldi og gefa frían bjór gegn því að ungmenni skrifi nafn sitt á lista. Nokkurs konar súperman syndrome; jakkafatatípan á daginn en töff og kúl típan á kvöldin. Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins. Stefnum við virkilega ekki hærra en það? Erum við svo reiðubúin að kaupa hvert atkvæði að verðið skipti ekki máli? Ég veit ekki með ykkur en mér leiðist svona tvískinnungur. Ég ætla að gefa mér það að við unga fólkið séum vitrari en svo að það sé aðeins hægt að ná til okkar í gegnum þokuna sem áfengið myndar. Ég vil frekar að fólk kjósi mig og mín störf vegna þess að það metur það sem ég er að segja og/eða gera. Ekki bara vegna þess að ég er skemmtilegri en foreldrar þeirra því ég segi ekki nei í gríð og erg. Ég ætla ekki að taka þátt í því að reka naglann, þó ekki sé nema örlítið, í kistu þessa unga fólks. Það er víst nógu erfitt fyrir þau að segja nei við seljendur götunnar þó svo að við séum ekki að hella ofan í þau í leiðinni. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Mér blöskrar svo sú umræða sem á sér oft stað í kringum kosningar í sambandi við ungmenni. Það þarf að ná til þeirra sem eru á þeim aldri þar sem að skipulagsmál og fjölskyldustefna skipta ekki heimsins mesta máli. Hvað er hægt að gera til að ná til þessa aldurshóps? Jú bjóðum upp á bjór og pizzu - ef það virkar ekki þá virkar ekki neitt! Því miður er þetta viðkvæðið hjá mörgu ráðafólki flokkanna. Þau lofa öllu fögru í sambandi við fíkniefnamál og öryggisgæslu í miðbænum á daginn en skipta svo um gír þegar nær dregur kvöldi og gefa frían bjór gegn því að ungmenni skrifi nafn sitt á lista. Nokkurs konar súperman syndrome; jakkafatatípan á daginn en töff og kúl típan á kvöldin. Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins. Stefnum við virkilega ekki hærra en það? Erum við svo reiðubúin að kaupa hvert atkvæði að verðið skipti ekki máli? Ég veit ekki með ykkur en mér leiðist svona tvískinnungur. Ég ætla að gefa mér það að við unga fólkið séum vitrari en svo að það sé aðeins hægt að ná til okkar í gegnum þokuna sem áfengið myndar. Ég vil frekar að fólk kjósi mig og mín störf vegna þess að það metur það sem ég er að segja og/eða gera. Ekki bara vegna þess að ég er skemmtilegri en foreldrar þeirra því ég segi ekki nei í gríð og erg. Ég ætla ekki að taka þátt í því að reka naglann, þó ekki sé nema örlítið, í kistu þessa unga fólks. Það er víst nógu erfitt fyrir þau að segja nei við seljendur götunnar þó svo að við séum ekki að hella ofan í þau í leiðinni. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga 2006.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun